Um Norrænu Ferðaskrifstofuna

Norræna Ferðaskrifstofan var stofnuð árið 1988 og byggir á gömlum grunni. Fyrirtækið er í eigu íslendinga og Færeyinga en aðalstarfsemin fyrstu árin var að selja ferðir með Norrænu. Norræna Ferðaskrifstofan er aðalumboðsaðili Smyril Line í Færeyjum sem á og rekur farþega og bílaferjuna Norrænu. Norræna Ferðaskrifstofan starfar einnig við að skipuleggja og selja ferðir um Ísland fyrir erlenda ferðamenn sem koma með Norrænu eða með flugi.

Helstu samstarfsaðilar okkar eru Icelandair og AirBerlin sem er næst stærsta flugfélag Þýskalands. Þessi starfssemi er orðinn mjög stór þáttur í okkar rekstri. Á erlendum vettvangi er Norræna ferðaskrifstofan þekkt sem Nordic Travel. Norræna Ferðaskrifstofan hefur einnig sérhæft sig í að skipuleggja skemmtisiglingar fyrir hópa og einstaklinga og sérferðir fyrir hópa. Okkar samstarfssaðili með skemmtisiglingar er Norwegian Cruise Line sem er frábært fyrirtæki og rómað fyrir góða þjónustu og gæði enda valið “Cruise” fyrirtæki ársins í Evrópu fimm ár í röð. Við hjá Norrænu Ferðaskrifstofunni leggjum metnað okkar í að skipuleggja vandaðar ferðir á góðu verði fyrir viðskiptavini okkar.

Okkar áhersla er persónuleg þjónusta, vönduð vinnubrög, gott verð og mikil gæði.

Árið 2011 og 2012 hefur Norræna Ferðaskrifstofan verið valin í hóp “Framúrskarandi fyrirtækja” á Íslandi af Creditinfo en af 32.000 fyritækjum á Íslandi, komast 354 fyrirtæki í þennan hóp.

Starfsmenn Norrænu ferðaskristofunnar eru:

Skúli Unnar Sveinsson ferðaráðgjafi og fararstjóri í skemmtisiglingum.

 • Beinn sími 5708606
 • Email: skuli@nordictravel.is

Sigurjón Þór Hafsteinsson framkvæmdastjóri.

 • Beinn sími 5708603
 • Email: sigurjon@nordictravel.is

Fríða Guðmundsdóttir innanlandsdeild.

 • Beinn sími 5708604
 • Email: frida@nordictravel.is

Karólína Geirsdóttir deildarstjóri innanlandsdeild.

 • Beinn sími 5708605
 • Email: karolina@nordictravel.is

Arndís Jóhanna Arnórsdóttir Bókhald.

 • Email: arndis@nordictravel.is

Marta Magdalena Niebieszczanska ferðaráðgjafi.

 • Beinn sími 5708607
 • Email: marta@nordictravel.is