Um Norrænu Ferðaskrifstofuna

Norræna Ferðaskrifstofan var stofnuð árið 1988 og byggir á gömlum grunni. Fyrirtækið er í eigu Íslendinga og Færeyinga en aðalstarfsemin fyrstu árin var að selja ferðir með Norrænu. Norræna Ferðaskrifstofan er aðalumboðsaðili Smyril Line í Færeyjum sem á og rekur farþega- og bílaferjuna Norrænu. Norræna Ferðaskrifstofan starfar einnig við að skipuleggja og selja ferðir um Ísland fyrir erlenda ferðamenn sem koma með Norrænu eða með flugi.

Helstu samstarfsaðilar okkar eru Icelandair og Lufthansa sem er næst stærsta flugfélag Þýskalands. Þessi starfsemi er orðin mjög stór þáttur í okkar rekstri. Á erlendum vettvangi er Norræna ferðaskrifstofan þekkt sem Nordic Travel. Norræna Ferðaskrifstofan hefur einnig sérhæft sig í að skipuleggja skemmtisiglingar fyrir hópa og einstaklinga og sérferðir fyrir hópa. Okkar samstarfssaðili með skemmtisiglingar er Norwegian Cruise Line sem er frábært fyrirtæki og rómað fyrir góða þjónustu og gæði enda valið besta skipafélagið í Evrópu 10 ár í röð og 5 ár í Karíbahafi.  Við hjá Norrænu Ferðaskrifstofunni leggjum metnað okkar í að skipuleggja vandaðar ferðir á góðu verði fyrir viðskiptavini okkar.

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, vönduð vinnubrög, gott verð og mikil gæði.

Norræna Ferðaskrifstofan er 30 ára gamalt fyrirtæki og stendur traustum fótum. Fyrirtækið er skuldlaust og með góða eiginfjárstöðu.

Starfsmenn Norrænu ferðaskrifstofunnar eru:

Skúli Unnar Sveinsson ferðaráðgjafi og fararstjóri í skemmtisiglingum.

  • Beinn sími: 570 8606
  • Netfang: skuli@nordictravel.is

Sigurjón Þór Hafsteinsson framkvæmdastjóri.

  • Netfang: sigurjon@nordictravel.is

Fríða Guðmundsdóttir innanlandsdeild.

  • Beinn sími: 570 8604
  • Netfang: frida@nordictravel.is

Karólína Geirsdóttir deildarstjóri innanlandsdeild.

  • Beinn sími: 570 8605
  • Netfang: karolina@nordictravel.is

Arndís Jóhanna Arnórsdóttir bókhald.

  • Netfang: arndis@nordictravel.is

Marta Magdalena Niebieszczanska ferðaráðgjafi.

  • Beinn sími 570 8607
  • Netfang: marta@nordictravel.is