Skrifstofan opnar á ný

Skrifstofan okkar að Stangarhyl 1 verður opnuð á ný fyrir gesti og gangandi mánudaginn 18. maí.

Hún verður opin milli klukkan 09:00 og 13:00 mánudaga til fimmtudaga en lokuð á föstudögum og um helgar.

Við viljum benda á að ákveðnar takmarkanir munu þó gilda, til dæmis verður ekki hægt að taka á móti heilu

fjölskyldunum og best væri að aðeins einn eða tveir mættu úr hverjum hópi þar sem við þurfum að sótthreinsa

alla snertifleti eftir hvern viðskiptavin.