Siglingar næsta árs komnar á síðuna

Við erum búin að setja inn á síðuna hér undir skemmtisiglingar allar þær siglingar sem við stefnum á að fara í á næsta ári.

Við vonumst til að geta byrjað um miðjan maí, en alls eru það 11 siglingar sem við stefnum á að fara á komandi ári.

Talsvert er um nýjungar og má þar fyrst nefna siglingu frá Reykjavík norður um land og til Noregs og þaðan til Bretlands. Einnig erum við með tvær slíkar siglingar þar sem byrjað er í Bretlandi og endað í Reykjavík.

Síðan bjóðum við upp á siglingu í Alaska næsta sumar og líka frá Boston og til Kanada.

Jólaferðin er síðan á síum stað í desember og komið heim daginn fyrir Gamlársdag.