Þar sem báðar ferðirnar í Eyjahafið eru uppseldar þá bjóðum við aukaferð í Eyjahafið þann 19. október. Við sendum tvo hópa í Eyjahaið síðastliðinn október og var mikil ánægja með þær ferðir. Hér að neðan er ferðalýsingin:

Grikkland og Ítalía 19. október til 3. nóvember.

Flogið til Rómar með Icelandair. Gistum í þrjár nætur í Róm og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL GETAWAY þar sem komið er við á Kotor í Svartfjallalandi, Dubrovnik í Króatíu, Korfú, Santorini og Mykonos í Grikklandi og síðan til Ítalíu á ný þar sem við heimsækjum  Napolí og Livorno og endum í Civitavecchia. Gist er í tvær nætur í Róm áður en flogið er heim á ný.

Við eigum ennþá laust pláss í þessa frábæru ferð.

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku breytingu á skilmálum þeim sem skemmtiferðaskip hafa þurft að fara eftir til að geta siglt til Kúbu. Nú er það einfaldlega bannað og því verðum við að hætta við fyrirhugaða ferð okkar í október til Bandaríkjanna og siglingu þaðan til Kúbu.

Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

 

Vegna forfalla eigum við fjögur laus sæti (tvo klefa) lausa í ferðina um Miðjarðarhafið í september og einn klefa (tvö sæti) í ferðina með EPIC í maí um Miðjarðarhafið. Um er að ræða svalaklefa í öllum tilvikum. Hafið samband sem fyrst ef þið hafið áhuga á þessum ferðum því þessir klefar munu ekki staldra við lengi hjá okkur.Norwegian - Epic

Aðeins eru 4 sæti laus í siglinguna yfir Atlantshafið frá Barcelona til Port Canaveral 2.-21. nóvember með glæsiskipinu Norwegian Epic. Verð í innklefa er 385.000 á mann og í svalaklefa 415.000 og allt innifalið, flug, ferðir til og frá flugvelli og frá hóteli til skips, matur, allir drykkir, þjórfé og íslensk fararstjórn. Frábær sigling með lúxus skipi.

Karíbahaf 22. nóv. Aðeins 8 sæti laus. Verð frá kr. 395.000 á mann í innklefa og 445.000 í svalaklefa. Frábær sigling með glæsiskipinu Norwegian Epic og allt innifalið, flug, ferðir til og frá flugvelli og frá hóteli til skips, matur, allir drykkir, þjórfé og íslensk fararstjórn. Frábær sigling með lúxus skipi.

FerðNú höfum við sett inn allar tíu ferðirnar fyrir árið 2019 inn á heimasíðuna hjá okkur og hægt er að skoða þær með því að setja bendilinn á SKEMMTISIGLINGAR hér að ofan og finna ferðir á næsta ári. Ferðirnar eru fjölbreyttar þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki skemmir verðið fyrir, en það er sem fyrr mjög hagstætt og um að gera að panta sem fyrst þannig að þið missið ekki af draumasiglingunni ykkar.

Einnig minnum við á að hópar eða einstaklingar sem vilja fara á öðrum tíma geta haft samband og við sjáum um að bóka og skipuleggja ferðina.