Bandarísk sjórnvöld tilkynntu í síðusstu viku breytingu á skilmálum þeim sem skemmtiferðaskip þurftu að fara   

eftir til að geta siglt til Kúbu. Nú er það einfaldlega bannað og því verðum við að hætta við fyrirhugaða ferð okkar

í október til Bandaríkjanna og siglingu þaðan til Kúbu

Norwegian Getaway

Glæsiskipið Getaway eitt nýjasta og glæsilegasta skip Norwegian Cruise Line verður á Akureyri 30. maí og í Reykjavík 31. mai. Í því tilefni viljum við bjóða heppnum þáttakendum að skoða skipið. Allt sem þarf að gera er að skrá sig í netklúbbinn okkar fyrir 15 maí.  Dregið verður sama dag úr pottinum. Vinningslíkur eru miklar þar sem við höfum 40 pláss í Reykjavík og 40 pláss á Akureyri.

Dagskráin er eftirfarandi:

Akureyri

Fimmtudagurinn  30 maí

11:00 Check-in

11:30 Kynning

12:00 Skoðunarferð um skipið með leiðsögn

13:30 Dinner in Main Dining Room incl. wine & soft drinks

15:00 Check-out and disembarkation

Reykjavik

Föstudagurinn 31. maí

15:00 Check-in

15:30 Skoðunarferð um skipið með leiðsögn.

17:00 Dinner in Main Dining Room incl. wine & soft drinks

19:00 Farið á sýningu í leikhúsi skipsins

20:30/21:00 Check-out and disembarkation

 

 

Ferð - Epic - Cannes

Vegna forfalla var einn svalaklefi að losna hjá okkur í siglinguna um Miðjarðarhafið frá Barcelona 6. til 16. september. Endilega hafið samband sem fyrst því klefinn mun örugglega fara nokkuð snaggaralega.

Vegna forfalla eigum við fjögur laus sæti (tvo klefa) lausa í ferðina um Miðjarðarhafið í september og einn klefa (tvö sæti) í ferðina með EPIC í maí um Miðjarðarhafið. Um er að ræða svalaklefa í öllum tilvikum. Hafið samband sem fyrst ef þið hafið áhuga á þessum ferðum því þessir klefar munu ekki staldra við lengi hjá okkur.Norwegian - Epic

Aðeins eru 4 sæti laus í siglinguna yfir Atlandshafið frá Barcelona til Port Canaveral 2-21 nóvember með glæsiskipinu Norwegian Epic. Verð í innklefa er 385.000 á mann og í svalaklefa 415.000 og allt innifalið, flug, ferðir til og frá flugvelli og frá hóteli til skips, matur, allir drykkir, þjórfé og íslensk fararstjórn. Frábær sigling með lúxus skipi.

Karíbahaf 22 nóv. Aðeins 8 sæti laus. Verð frá kr.395.000 á mann í innklefa og 445.000 í svalaklefa. Frábær sigling með glæsiskipinu Norwegian Epic og allt innifalið, flug, ferðir til og frá flugvelli og frá hóteli til skips, matur, allir drykkir, þjórfé og íslensk fararstjórn. Frábær sigling með lúxus skipi.

Sú breyting hefur orðið hjá Norwegian Cruise Line að nú eru allar ferðir með því sem þeir kalla PREMIUM – ALL INCLUSIVE sem þýðir að í auglýstu verði er í rauninni allt inniflaið. Allir drykkir um borð, þjórfé, allir fá eins líters vatnsflösku á dag og nú getur fólk fengið sér almennilegan kaffibolla eftir matinn á öllum veitingahúsum skipsins. Sem fyrr er einnig eftirfarandi innifalið: Allt flug, ferðir milli flugvalla, hótela og skips erlendis, gisting með morgunverði á hótelum og íslensk fararstjórn. Það er því alveg óþarfi að borga meira.

FerðNú höfum við sett inn allar tíu ferðirnar fyrir árið 2019 inn á heimasíðuna hjá okkur og hægt er að skoða þær með því að setja bendilinn á SKEMMTISIGLINGAR hér að ofan og finna ferðir á næsta ári. Ferðirnar eru fjölbreyttar þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki skemmir verðið fyrir, en það er sem fyrr mjög hagstætt og um að gera að panta sem fyrst þannig að þið missið ekki af draumasiglingunni ykkar.

Einnig minnum við á að hópar eða einstaklingar sem vilja fara á öðrum tíma geta haft samband og við sjáum um að bóka og skipuleggja ferðina.