Við erum búin að setja inn á síðuna hér undir skemmtisiglingar allar þær siglingar sem við stefnum á að fara í á næsta ári.

Við vonumst til að geta byrjað um miðjan maí, en alls eru það 11 siglingar sem við stefnum á að fara á komandi ári.

Talsvert er um nýjungar og má þar fyrst nefna siglingu frá Reykjavík norður um land og til Noregs og þaðan til Bretlands. Einnig erum við með tvær slíkar siglingar þar sem byrjað er í Bretlandi og endað í Reykjavík.

Síðan bjóðum við upp á siglingu í Alaska næsta sumar og líka frá Boston og til Kanada.

Jólaferðin er síðan á síum stað í desember og komið heim daginn fyrir Gamlársdag.

Frá og með þriðjudeginum 13. október og út nóvember

færir Norræna Ferðaskrifstofan sig á netið.

Við erum á netinu og við símann en vegna Covid-19 þá er skrifstofan lokuð gestum og gangandi.

Hægt er að hafa samband við okkur að með því að senda skriflega fyrirspurn á

skuli@nordictavel.is eða marta@nordictravel.is

eða hafa samband við okkur í síma 570 8600.

Skrifstofan okkar að Stangarhyl 1 verður opnuð á ný fyrir gesti og gangandi mánudaginn 18. maí.

Hún verður opin milli klukkan 09:00 og 13:00 mánudaga til fimmtudaga en lokuð á föstudögum og um helgar.

Við viljum benda á að ákveðnar takmarkanir munu þó gilda, til dæmis verður ekki hægt að taka á móti heilu

fjölskyldunum og best væri að aðeins einn eða tveir mættu úr hverjum hópi þar sem við þurfum að sótthreinsa

alla snertifleti eftir hvern viðskiptavin.

 

Frá og með miðvikudeginum 1. apríl verður breyting á afgreiðslutíma Norrænu ferðaskrifstofunnar. Skrisfstofan verður áfram lokuð gestum og gangandi en við svörum bæði tölvupósti og í síma.

Um óákveðinn tíma verður afgreiðslutíminn milli kl 09:00 og 13:00 mánudaga til fimmtudaga og lokað á föstudögum

 

Frá og með mánudeginum 16. mars til mánudagsins 6. aprí

færir Norræna Ferðaskrifstofan sig á netið.

Við erum á netinu og við símann en vegna Covid-19 þá er skrifstofan lokuð fyrir gangandi viðskiptavinum.

Hægt er að hafa samband við okkur að með því að senda skriflega fyrirspurn á skuli@nordictavel.is eða marta@nordictravel.is

eða hafa samband við okkur í síma 570 8600.

Þar sem báðar ferðirnar í Eyjahafið eru uppseldar þá bjóðum við aukaferð í Eyjahafið þann 19. október. Við sendum tvo hópa í Eyjahaið síðastliðinn október og var mikil ánægja með þær ferðir. Hér að neðan er ferðalýsingin:

Grikkland og Ítalía 19. október til 3. nóvember.

Flogið til Rómar með Icelandair. Gistum í þrjár nætur í Róm og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL GETAWAY þar sem komið er við á Kotor í Svartfjallalandi, Dubrovnik í Króatíu, Korfú, Santorini og Mykonos í Grikklandi og síðan til Ítalíu á ný þar sem við heimsækjum  Napolí og Livorno og endum í Civitavecchia. Gist er í tvær nætur í Róm áður en flogið er heim á ný.

Við eigum ennþá laust pláss í þessa frábæru ferð.

Nú eru allar siglingar 2020 komnar í sölu og eru á heimasíðunni okkar. Fjöldi spennandi siglinga er í boði og eins og undanfarin ár er allt innifalið í öllum siglingum. Einnig er sú nýjung að allir sem bóka siglingu geta valið um auka pakka sér að kostnaðarlausu. Þessi pakki heitir „Free at Sea“ og hægt er að velja um veitingahúsapakka, internet inneign eða inneign í skoðunarferð. Einnig geta þeir sem vilja ekki hafa drykkina innifalda sleppt drykkjunum og valið annan pakka í staðinn. Við hvetjum alla sem hafa hug á að sigla til þess að bóka sem fyrst en í ár eru allar okkar ferðir uppseldar og biðlisti í sumar ferðir.

Hægt er að bóka á heimasíðunni okkar, hringja eða koma í heimsókn og fræðast um siglingar sem í boði eru. Einnig kynnum við að þeir sem bóka sig í einstaklingsferðir (gildir ekki um hópferðir sem eru auglýstar hjá okkur) fá 3% afslátt af því verði sem NCL býður. Við gerum alla vinnuna og þú sparar með því að bóka með okkur.