BarcelonaNokkur orð um ferðina [í febrúar til Kanarí].

Frábær ferð í alla staði, auðvitað spilaði veðrið aðeins inn í eins og gengur. Góð þjónusta um borð og frábærar kvöldskemmtanir, en við vorum flest sammála um að velja hefði mátt danstónlist sem hæfði betur þeim aldurhópi sem var um borð. Vantaði meira almenna dans músik heldur en diskó.

Auðvitað væri gott að hafa styttri bið á flugvöllum.

Fín farastjórn hjá þér Skúli, þú að heiður skilið fyrir það.

Sjáumst vonandi fljótt aftur.

Jón Ingi og Adda.

Við erum mjög ánægð með ferðina [með Epic í Miðjarðarhafinu haustið 2013], góðar upplýsingar fyrir ferðina og góð fararstjórn. Farastjóri með fastan viðtalstíma daglega, en samt alltaf til staðar eða sjáanlegur á öðrum tímum og duglegur að láta okkur vita hvað var í boði hvern dag og vera með okkur í ferðum í landi.

Öll aðstaða í skipinu frábær. Mjög vel skipulagt þegar við komum í höfn, með rútur til og frá skipinu og vel tekið á móti okkur á bryggjunni þegar við komum úr ferðum. Skemmtidagskrá um borð mjög góð og góður matur.

Takk fyrir okkur,
Bína og Kristmann.

SiglingSæll Skúli.

Þú baðst okkur að senda þér fáein orð um það hvernig okkur hefði fundist í ferðinni með Epic núna um mánaðarmótin ágúst/sept, bæði jákvætt og neikvætt.

Í stuttu máli var ferðin frábær, sannkallað ævintýri. Þar sem við höfðum áður farið í siglingu þá vissum við nokkuð við hverju var að búast, en þessi ferð fór fram úr því sem við höfðum átt von á. Allt í ferðinn gekk mjög vel og stóðst allt sem planað var. Skipið var meiriháttar og framboðið af afþreyingu var þvílíkt að maður hefði alveg verið til í að fara annan hring til að geta komist yfir þó ekki væri nema helming þess sem í boði var.

Og rúsínan í pylsuendanum var síðan farastjórnin, við höfum aldrei áður kynnst svona persónulegri fararstjórn og jók það mjög ánægju okkar og öryggi í ferðinni. Þú sást til þess að maður var alltaf með allt á hreinu hvað stóð til og hvernig manni bar að bera sig að, og þá er ekki nema helmingurinn af farastjórninni nefnd, þar sem hún var svo langt umfram það sem við höfum áður átt að venjast.

Að lokum er bara eitt sem okkur dettur í hug að hafi verið neikvætt við ferðina: henni lauk.

kv.
Siggi Geirs og Steina Ólafs.

Viljum nota þetta tækifæri til að senda ykkur þakkir og þá sérstaklega frábærum fararstjóra okkar honum Skúla Unnari fyrir mjög góða ferð í alla staði. Við höfum ferðast mikið á liðnum árum með hinum ýmsu ferðaskrifstofum og verðum að segja að betri fararstjórn en frá Skúla Unnari höfum við ekki orðið vitni að, alveg frá því í Leifstöð við brottför og þar til við heimför frá Orlando var Skúli Unnar allsstaðar sjáanlegur og boðinn og búinn til aðstoðar okkur farþegunum. Allt fyrirkomuleg hvort sem var inntékkun á Hótelið eða í Norwegian Pearl gekk sérlega vel fyrir sig sem ég tel vera vegna skipulagningar farastjórans.

Á sömu nótum var öll upplýsingjagjöf í aðdraganda ferðar til fyrirmyndar og hefur maður ekki kynnst svo góðri ferðaþjónustu í okkar fyrri ferðum. Þetta var okkar fyrsta lengri sigling og hikum við ekki við að mæla með kaupum frá Norrænu Ferðaskrifstofunni við vini okkar og fjöldkyldur, reynsla okkar var það góð, það sem réði því að við völdum þessa siglingu voru áhugaverðir áfangastaðir og svo tiltölulega hagstætt verð sem samkvæmt ofansögðu sveik ekki. Við fórum í þrjár skoðunarferðir og stóð Bob Marley ferðin á Jamæka uppúr og verður sérlega minnisstæð.

Skúli Unnar lagði að okkur að við mundum láta vita hvað mætti betur fara varðandi ferðina þegar heim væri komið, vorum við að grínast með að Buffetin þyrftu að vera nær klefunum, og þyrfti að lengja aðeinsí sólarhringnum (segir þetta ekki margt um ferðina). Ég bókaði fyrirfram á vef skipafélagsins tvær lengri skoðanaferðir og svo tvo veitingastaði með dúkagjaldi (þetta hefði ekki þurft að gerast, ekki óhagstæðara að gera þetta bara um borð í Usd heldur enn að greiða fyrirfram í óhagstæðum Evrum sem var of lágt reiknuð sem viðmið á Usd).

Um borð var Skúli Unnar allstaðar sjáanlegur okkur farþegunum og sendi okkur bréf „HVAR ER SKÚLII“ okkur til upplýsinga en hefði heldur átt að senda miðað við hans þjónustu „HVAR
ER SKÚLI EKKI“ . Niðurstaða okkar er eftir þessa ferð að hún tókst í alla staði sérlega vel og sendum við okkar bestu þakkir til Norrænu Ferðaskrifstofunnar og þá sérstaklega Skúla Unnars.

Okkar bestu kveðjur.
Magga og Guðmundur.

FeneyjarOkkur hjónum langar að skifa nokkrar línur um ferð sem við erum nýlega komin úr á ykkar vegum. Vorum 12 daga siglingu í fjögura landa sýn, sigling frá Barcelona og endað í Feneyjum. Mælum svo sannarlega með þessu frábæra skipafélagi sem þið bjóðið upp á, allt 100% um borð, maturinn mjög góður, öll þjónusta og frábærar sýningar í leikhúsi.

Einnig er ekki hægt annað en að minnast á frábærann fararstjóra hann Skúla Unnar, allt mjög vel skipulagt hjá honum og veitti hann mjög góðar upplýsingar um viðkomustaði. Ekki spurnig að næst þegar við förum í siglingu þá verður ykkar heimasíða skoðuð fyrst.

kær kveðja
Ellert og Bryndís

Norwegian SpiritSkipið, Norwegian Jade, var talsvert stærra og stórkostlegra en við höfðum gert okkur grein fyrir af myndum. Við vorum í herbergi með svölum, sem gerði líklega talsverðan mun, bæði opnara og það munaði um að hafa útsýni frá svölunum, auk fersks lofts og sólskins. Það tók alllangan tíma að rata um skipið, en það gerði ferðina enn skemmtilegri að vera að uppgötva nýja staði alla ferðina. Við urðum örsjaldan var við hreyfingu vegna öldugangs, örlítil hliðarhreyfing kannski tvisvar eða þrisvar alla ferðina.

Þjónustan var frábær og alveg sérstök. Þetta alþjóðlega starfslið var augljóslega mjög vel þjálfað, alúðlegt, alltaf með bros á vör og ávallt reiðubúið að rétta hjálparhönd. Þessi framkoma og vafalaust jákvætt hugarfar skapaði mjög hlýlegt og ánægjulegt andrúmsloft. Við kynntumst vel ungum þjónum sem sáu um herbergið okkar og ofan á allt annað komu þeir okkur á óvart með því að móta origami-skúlptúra úr handklæðunum okkar! Hrein listaverk!

Ferðin sjálf var mjög vel skipulögð og boðið upp á marga valmöguleika á ferðum á viðkomustöðunum. Af öllum þeim stöðum þar sme komi við eins og Corfu, Katakolon (þar sem Olympíuleikarnir hófust á sínum tíma) Mykene og Santorini, þá þótti okkur sá síðastnefni vera toppurinn. Hinir staðirnir voru líka að sjálfsögðu afar merkilegir hver á sinn hátt og ómetanlegt að koma á slíkar söguslóðir.

Farastjórinn stóð sig með mikilli prýði, á sér bersýnilega mikla og góða reynslu að baki, vel skipulagður á fyrirhafnarlausan hátt og ekki sakaði skemmtilegur húmor!

Mælum eindregið með ferðum með Norwegian Jade.

Halldór og Susan Haraldsson

KarabískaGóð ferð!

Heimkomin, himinsæl eftir skemmtilega og vel heppnaða ferð í Karíbahafið þar sem allt gekk upp.

Maður varð aldrei var við fararstjórann, en einhvernveginn var hún alltaf til staðar ef á þurfti að halda, með allar upplýsingar tiltækar. Þetta hlýtur að vera besta leyndarmál góðs fararstjóra.

Sendum Norrænu og sérsaklega Ingu Björku bestu þakkir og kærar kveðjur,

Ól.Bj. og „börn“

Florida hotelVið hjónin fórum í siglingu á ykkar vegum í 30. nóv. – 12 desember og okkur langar að gefa okkar meðmæli með ykkur og allri skipulagningu. Ferðin var í alla staði mjög vel skipulögð og upplýsingar fyrir ferð alveg fádæma góðar. Ferðin gekk alveg frábærlega vel og allt gekk upp varðandi tíma og svo að segja aldrei bið.

Hótelið í Orlando gat ekki verið betur staðsett hvað varðar verslun, eins og okkur flestum Íslendingum finnst svo gaman.

Fyrir fólk eins og okkur sem höfum ekki farið áður í siglingu þá var þetta BARA ævintýri.

Það er að vísu dýrt um borð í skipinu og mikið áreyti með sölu á öllu sem þar er til boða.

Það voru mjög framandi staðir sem við komum til og virkilega fræðandi að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig á þessum slóðum, en mikil fátækt.

Skoðunarferðirnar sem við keyptum voru sæmilegar, en án þeirra hefðum við ekki fræðst eins mikið um staðina.

Fararstjórinn ( Skúli Unnar) var alveg til fyrirmyndar, vakandi og sofandi öllum stundum yfir sínum farþegum og mjög svo hjálplegur. Frábær fararstjóri.

Bestu kveðjur
Þorsteinn og Ólöf

Norwegian DawnVið fórum í hópferð með Norrænu Ferðaskrifstofunni til Fórida og þaðan var siglt til Mexikó og Hondúras með Norwegian Dawn frá Tampa. Gist var á Florida Mall Hotel fyrir og eftir ferð. Frábær ferð þar sem við gátum sameinað frí og jólainnkaup. Frábær ferð með góðum fararstjóra sem ég mæli með.

Stefán Rúnar Garðarsson og frú

KarabískaVið hjónin erum mjög ánægð með ferðina í nóv. Hún var bara alveg æðisleg, það var vel staðið að undirbúningi og öðru í kringum hana. Ég verð að hrósa fararstjóranum fyrir þá hugulsemi sem hann sýndi fólkinu með því að vera vakandi yfir því að líta í borðsalinn á morgnana og bjóða góðan daginn alla daga og ath. hvort allt væri í lagi og vil ég þakka fyrir atstoðina þegar taskan barst ekki og allt fór vel.

Haldið áfram að vaxa og dafna.

Sigmundur og Sigrún