Brottför 13.  júlí, heimkoma 21. júlí

Tíról ganga, menning og rafhjólaferð. 

Tíról ganga, menning og rafhjólaferð. Dvalið á sama hóteli allan tímann. Allar máltíðir og skoðunarferðir innifaldar ásamt hjóli og leiðsögn. Frábært tækifæri til að kynnast og upplifa Tíról með leiðsögn heimamanna.

Verð á mann 247.000  kr.

INNIFALIÐ: Flug Kef-Muc-Kef með eina tösku. Gisting á 4ra stjörnu hóteli í 7 nætur með morgunverði, hádegishressingu og kvöldverði. Ferð samkvæmt ferðalýsingu. Fararstjóri alla dagana, tveir fararstjórar á Serles, Navis og tveir fararstjórar í fjallahjólaferðinni. Aðgöngumiðar í kláfa og í lest nema á frjálsa deginum, aðgöngumiði í  Swaroski og Zillertal bjórgerðina.
EKKI INNIFALIÐ: Drykkarföng með mat.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi  EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart EUR.

Dagur 1
13.7. Kef-Munchen og Park Hotel Matrei am Brenner

Brottför frá Keflavík kl.07:15 og lent í Munchen um kl.13:00.

Leiðsögumaður bíður á flugvellinum og tekur á móti hópnum. Ekið til Matrei am Brenner sem tekur um 2,5 tíma. Innritun á Park Hotel. Hópurinn boðinn velkominn með drykk og kynning á ferðinni. Eftir kynningarfundinn er kvöldverður á hótelinu.

Dagur 2
14.7. Navis Almrunde

Ekið til Navis Tal um 8 km akstur til að byrja svokallaða hyttugöngu. Við hefjum gönguna við  ána Naviserbach og göngum til Peer Alm, þaðan til Pltn and Stöckl og endum túrinn við Naviser Hutte. Þar bíður rútan og ekur okkur til Matrei.

Ganga: Byrjendur og þokkalegt form.
Lægsti punktur: 1.400 m.
Hæsti punktur: 1.880 m.
Tími í göngu: 4 klukkustundir.

Dagur 3
15.7. Innsbruck og Stubaier Gletscher

Farið með lest til Innsbruck þar sem leiðsögumaðurinn okkar bíður. Við göngum eftir hinni frægu götu Maria Theresine Strase, um gamla bæinn, Gullna Þakið, Scharzmander kirkjan og Hofburg. Við munum fræðast um sögu þessara staða, um þróun byggðar og vetrarólympíuleikana 1964 og 1976 sem haldnir voru í Innsbruck.

Við höldum áfram ferðinni til Fulpmes með Stubaital lestinni með stórkostlegu útsýni Nordketa og Inntal fjalla. Rútan heldur með okkur til Stubai dals jökulsins. Við förum með kláf uppá hæsta punkt ferðarinnar, Schaufeljock 3.170 m. Síðan er gengið til Grawa Alm.

Ekið til Matrei.
Ganga: Byrjendur
Hæsti punktur: 1.750 m
Lægsti punktur: 1.535 m
Timi í göngu: 1 klukkutími
Heildarlengd ferðar: 9 klukkutímar

Dagur 4
16.7. Frjáls dagur

Hægt að leigja rafmagnsfjallahjól á hótelinu,fara til Innsbruck með lestinni eða rölta um Matrei. Góð verslunarmiðstöð er í Innsbruck þar sem hægt er að versla eða skreppa í Outlets í Brenner en þangað er aðeins um 10 mín akstur með leigubíl eða lest.

Dagur 5
17.7. Rafmagnsfjallahjólaferð til Obenberger

Ekið frá Matrei til Steinack. Frá Steinach hjólum við eftir hliðum hins fagra Obenbergerdals til Obenberg. Borðum hádegismat í hyttunni og hjólum til baka til Steinach.

Hjól: Byrjendur og lengra komnir
Tími á hjóli: 4 klukkutímar

Dagur 6
18.7. Series

Frá hótelinu er ekið til Waltrast klausturs og þaðan er gengið á Obenberger sem er tindur í 2.718 m hæð. Frá tindinum er stórfenglegt útsýni yfir svæðið. Eftir gögnuna er hádegisverður í Waltrast klaustrinu þar sem munkar þjóna til borðs. Verð 15 evrur.

Þeir sem treysta sér ekki á Serles geta tekið frjálsan dag, farið til Innsbruck, farið með til Waltrast og gengið áleiðis frá klaustrinu eða slakað á á hótelinu eða í Matrei.

Ganga: þokkalegt form.
Lægsti punktur: 1.638 m.
Hæsti punktur: 2.718 m.
Tími: 3 klukkutímar.

Dagur 7
19.7. Swaroski Kristallwelten og Zillertal

Ekið til Wattens þar sem hið heimsþekkta Swaroski kristalsveröld bíður okkar. Daniel Swaroski fæddist í Bohemia 1862 og flutti til Tirol 1895 til að stofna hið heimsþekkta Swaroski. Við munum læra um þessa sögu, listina, fyrirtækið og allt sem að því lýtur.

Ekið áfram til Jenbach þar sem Zillertal bíður okkar. Við förum til Mayhofen, einna frægasta staðar Tíróls. Síðan er heimsókn í Zillertal brugghúsið, við lærum um elsta bjórhús Tíróls sem var stofnað um 1500. Smökkum á mörgum tegundum af bjór brugguðum úr tæru vatni Tiróls með bestu og hreinustu bruggefnum sem völ er á.

Ekið til Matrei.
Tími: 8 klukkutímar.

Dagur 8
20. 7  – Frjáls dagur

Hægt að fara til Innsbruck með lestinni eða rölta um Matrei. Góð verslunarmiðstöð er í Innsbruck þar sem hægt er að versla eða skreppa í Outlets í Brenner en þangað er aðeins um 10 mín akstur með leigubíl eða lest.

Dagur 9
21. 7 Matrei – Munchen – Keflavík

Ekið til Munchen kl. 09:00. Brottför frá Munchen kl.13:15 og lent í Keflavík kl.15:30.

Fararstjóri:

Fararstórar  í ferðinni er Jürgen Franz Mumelter og Jóhanna Pálsdóttir. Jürgen er þaulreyndur leiðsögumaður og talar íslensku, þýsku og ensku. Jóhanna er íslensk og hefur verið búsett í Tíról í 15 ár. 

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.