Brottför 6. september – Heimkoma 16. september.

Flogið með Icelandair til Amsterdam og KLM þaðan til Barcelona og lent þar kl. 16:25 Gist er í Barcelona í tvær nætur áður en siglingin hefst og eftir einn dag á siglingu frá Barcelona til Napolí er siglt upp með vesturströnd Ítalíu og komið við í Civitavecchi, sem er hafnarborg Rómar, Livorno, þaðan sem stutt er til hinnar fallegu borgar Flórens og til Pisa til að kíkja á skakka turninn. Því næst er siglt til Cannes og síðan Palma á Mallorka og loks til Barcelona á ný og gist þar í eina nótt.

Glæsiskipið Norwegian Epic

Norwegian Epic er 155,873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin er 1.753 og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann, miðað við tvo í innklefa 320.000 og 355.000 kr í svalaklefa.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir martinn á veitingahúsum skipsin. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

6. september. Keflavík – Barcelona.

Flogið  til Barcelona um Amsterdam og lent þar um miðjan dag. Þá er ekið upp á hótel þar sem gist verður í tvær nætur.

7. september. Frjáls dagur í Barcelona

Frjáls dagur í Barcelona, en þar er margt að sjá enda borgin einstaklega falleg og skemmtileg. Hvort sem fólk vill hafa það menningarlegt og skoða eitthvað af fjölmörgum listasöfnum borgarinnar, eða bara rölta Römbluna og skoða mannlífið, nú eða þá skella sér á ströndina, þá er af nógu að taka.

8. september. Sigling hefst.

Leggjum af stað frá hótelinu klukkan 12:00 og ökum niður á bryggju þar sem við förum um borð í EPIC. Brottför er klukkan 18:00.

9. september. Á siglingu

Sigling þvert yfir Miðjarðarhafið frá Barcelona til Napolí á Ítalíu. Um að gera að njóta þess að vera um borð í glæsilegu skemmtiferðaskipi, slappa af í sólbaði, kíkja í ræktina, á einhvern huggulegan bar og gott veitingahús. Þeir sem vilja geta reynt sig í klifurveggnum eða prófað vatnsrennibrautirnar.

10. september. Napolí

Komið til Napolí klukkan 07:00 og lagt úr höfn klukkan 19:00. Hér er margt hægt að gera og ef fólk hefur ekki komið til Pompei og skoðað rústirnar þar þá er það mjög áhugavert. Hægt er að skjótast með báti yfir til Kaprí, sem er lítil og falleg eyja. Einnig er mjög gaman að fara til Sorrento, en leiðin þangað er mjög brött og falleg.

Trev í Róm

11. september. Civitavecchia / Róm

Lagt við bryggju í Civitavecchia klukkan 06:00 og farið af stað á ný klukkan 19:00. Allar leiðir liggja til Rómar og þar er mikið og margt að skoða. Athugið þó að Róm var ekki byggð á einum degi og ekki er hægt að skoða hana alla á einum degi. Páfagarður, Colloseum, Roman Forum, Vatikanið og mörg falleg torg víða um borgina er meðal þess sem hægt er að kíkja á.

Pisa - Skakki turninn

12. september. Livorno

Komið til Livorna klukkan 07:00 og lagt úr höfn á ný klukkan 19:00. Hér er tilvalið að skjótast til borgarinnar Flórens, sem er gríðarlega falleg borg og virkilega gaman að skoða miðbæinn þar. Ekki er heldur óvitlaust að renna við í Pisa og kíkja á skakka turninn eða bregða sér til Cinque Terre.

Rue meynadier

13. ágúst. Cannes.

Nú erum við komin til Cannes í Frakklands. Hér er ýmislegt hægt að gera því Cannes er meira en bara rauði dregillinn og dýrar merkjabúðir. Fallegar þröngar götur sem mjög gaman er að rölta um og svo auðvitað að skoða rauða dregilinn og annað sem fylgir því öllu saman. Komið þangað kl. 08:00 og lagt úr höfn kl. 18:00.

Marseille

14. september. Palma á Mallorka

Komið er til Palma á Mallorka klukkan 13:00 og farið þaðan klukkan 20:00. Margt skemmtilegt að gera hér, fara á stönd, í flottar skoðunarferðir eð abara rölta upp í bæ og kíkja aðeins í búðir.

Sagria

15. september. Barcelona á nýjan leik.

Komið til Barcelona snemma morguns og haldið upp á hótelið þar sem við gistum í eina nótt. Tilvalið að nota sunnudaginn til að skoða borgina aðeins því verslanir eru almennt lokaðar.

Rambla

16. september Heimferð.

Flug til Amsterdam með KLM og ICelandair þaðan og heim þar sem lent verður kl 18:40

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega.

Ferð - Epic - Cannes

Epic Burn the Floor
Epic Balcony State room
Epic Climbing Wall Couple
Epic O Sheehans
Epic Le Bistro
Epic Moderno
Epic Courtyard
Epic Fitness
Epic Atrium Café
Epic Inside State room
Epic Aqua Park Family Splash
Epic Aqua
0Epic The Manhattan Room
Epic Ice Bar
Epic Deluxe Owners Suite Living Room
Epic Ultra Lounge