Brottför 27. október, heimkoma 11. nóvember.

Kúba og St. Petersburg Beach

Frábær ferð þar sem við sameinum dvöl á sólarströnd og siglingu til Kúbu. Dvalið í St. Pete í 8 nætur á góðu hóteli við ströndina og í göngufæri við miðbæ St.Pete, sem er einn vinsælasti sólarstaður Florida og er við Mexikóflóa. Þar eru drifhvítar strendur og frábært loftslag. Enginn þörf er að vera með bíl þarna því gistingin er mjög miðsvæðis, en hægt að leigja þá á staðnum ef fólk vill. Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja prófa strendurnar í Flórída og síðan siglingu til Kúbu.

Íslenskur fararstjóri, Jónína Pálsdóttir, verður með hópnum allan tímann í St. Pete og í siglingunni.

Flogið er með Icelandair til Tampa mánudaginn 28. október, farið í loftið í Keflavík kl 17:25 og lent í Tampa kl 21:40.

Ekið til Sirate Beach Resort gististaðarins sem er á St Pete rifinu og ferðin tekur um 35 mínútur.

Glæsiskipið Norwegian Sun

Norwegian Sun er glæsilegt  skip og var endurnýjað að innan á síðasta ári. Norwegian Sun tekur um 1.936 farþega og í áhöfn er 848 áhafnarmeðlimir. Sun er um 282 metrar á lengd og stærðin er um 78.000 tonn. Áhöfn er 1.800 manns og siglingarhraði er 21 hnútar. Um borð eru um 20 veitingastaðir, barir, diskótek, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í klefa (miðað við að tveir séu saman í klefa) með glugga 435.000 kr. og verð á mann í innklefa 417.000 kr.

Innifalið  

Flug með Icelandair Keflavík – Tampa og Orlando-Keflavík.

Allar ferðir erlendis milli flugvalla, hótels og skips.

Gisting á Sirata Beach Resort í tveggja manna herbergi í 7 nætur (matur ekki innifalinn)

Sigling til Kúbu í tveggja manna klefa með glugga eða tveggja manna klefa án glugga.

Gisting á Florida Mall Hotel í tveggja manna herbergi (matur ekki innifalinn)

Allur matur, drykkir, þjórfé og skattar eru innifaldir í siglingunni með Sun.

Þjórfé og skattar, gistináttaskattur í St.Pete

Íslenskur fararstjóri allan tímann.

EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Additional information

KlefiTveggja manna inniklefi

Icelandair

27. október.

Flogið til Tampa með Icelandair

Brottför frá Keflavík kl.17:25 og lent í Tampa kl.21:40

Ekið til St Pete á Sirate Beach Resort sem er staðsett á strönd Mexíkóflóa á St Pete rifinu.

Dvalið á glæsilegu strandhóteli Sirata Beach Resort á ströndinni við Mexíkóflóa. Einkaströnd, Wi-Fi frítt á hótelinu, 3 sundlaugar sem snúa að strönd, 2 buslulaugar, leikjasalur, blakvöllu á ströndinni, sólhlífar til leigu á ströndinni, bókunarþjónusta á staðnum, bátasiglingar, líkamsrækt, veitingahús og barir. Aðeins er um 300 metrar í miðbæ St. Pete þar sem er mikið líf og fjör enda aragrúi af veitinga- og öldurhúsum.

Í öllum herbergjum er ísskápur, kaffivél, flatskjá og Wi-Fi.

28. október – 4. nóvember

Dvalið á Sirate Beach Resort.

4. nóvember

Ekið til Port Canaveral og farið um borð í Norwegian Sun og siglt þaðan síðdegis áleiðis til Kúbu og annarra eyja. Frábær 5 daga sigling til Kúbu þar sem siglt er til Key West og síðan til Kúbu þar sem stoppað er í tvo daga í Havanna. Frá Kúbu er siglt til Great Stirrup Key á Bahamaeyjum og þaðan til Port Canaveral.

Norwegian Sun
Norwegian Sun

5. nóvember

Komið til Key West kl.15:30 og siglt úr höfn kl.21:00

6.nóvember

Komið til Havana á Kúbu kl.08:00.

Dvalið verður í Havana í eina nótt og tvo daga. Gist í skipinu í Havana. Tveir flottir dagar í Havana.

7. nóvember

Brottför frá Havana kl. 18:00 og siglt áleiðis til Great Stirrup Key á Bhamas

Götumynd frá Havana

Great Stirrup

8.nóvemember

Akkerum varpað úti fyrir lítilli eyju sem er í eigu Norwegian Cruise Line og nefnist Great Stirrup Key. Farþegar eru ferjaðir í land og dvalið á þessari paradísareyju allan daginn. Siglt af stað kl.17:00

9.nóvember

Komið til Port Canaveral snemma morguns og eftir staðgóðan morgunverð er haldið til Orlando þar sem gist verður eina nótt á Florida Mall hótelinu en það er stórt og mikið hótel sem er sambyggt einni stærstu verslunarmiðstöð Orlando. Komið er þangað rétt fyrir hádegi hægt að nota daginn til að versla.

Flórída hótel

10.nóvember 

Hægt að nota morguninn til að versla en síðan er lagt af stað úr á flugvöll kl.15:00 og vél Icealndair fer í loftið kl.17:55 og lendir í Keflavík kl.06:10 morguninn eftir.

PREMIUM – ALLT INNIFALIÐ

Þá eru allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir innifaldir, þjórfé, eins líters vatnsflaska á dag á mann og kaffi eftir matinn á veitingahúsum skipsins innifalið.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Jónína Pálsdóttir. Jónína hefur búið lengi í USA og þekkir mjög vel til þar.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Sun