Brottför 20. október. Heimkoma 12. nóvember.

Siglt frá Kaupmannahöfn til New Orleans með Getaway.

Flogið til Kaupmannahafnar og farið beint um borð í Getaway sem leggur í hann kl 17:00. Siglingin til New Orleans er 19 nátta og á leiðinni er komið við í Rotterdam, Southampton Le Havre, Portland, Cork, Ponta Delgada, Royal Navel Dockyard, Great Stirrup Cay, Miami og endað í New Orleans. Þar er gist í þrjár nætur og síðan flogið heim og lent þar snemma að morgni 12. nóvember.

Glæsiskipið Norwegian Getaway

Norwegian Getaway er eitt af nýrri skipum Norwegian Cruise Line, skipið er 145,655 brúttótonn, 326 metrar á lengd og tekur 3.963 farþega. Áhöfnin er 1.646 og ganghraði er 20 hnútar. Getaway er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 520.000 kr. og 460.000 kr í innklefa.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir martinn á veitingahúsum skipsin. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

20. október. Ferðin hefst

Flogið til Kaupmannahafnar með Icelandair air og farið beint um borð í Getaway sem leggur í hann kl 17:00.

Getaway Aqua Park

21. október. Á siglingu

Fínt tækifæri til að læra á skipið, slappa af úti á sóldekki, skella sér í heitan pott, líkamsræktina eða næsta bar.

22. október. Rotterdam

Fyrsta stopp er Rotterdam í Hollandi, komið þangað kl 08:00 og farið kl 16:00

23. október. Southampton

Komum til Southampton kl 09:00 og förum á ný kl 18:00. Skemmtilegur bær til að ganga um og skoða.

24. október. Le Havre

Þá erum við komin til Frakklands, komum kl 06:00 og förum kl 21:00

25. október. Portland

Aftur yfir Ermasundið og nú til Portland í Englandi. Komum kl 08:00 og förum kl 15:00.

26. október. Cork

Þá er það Írland. Komum til Cork kl 09:00 og förum á ný kl 17:00.

Getaway Plank Sunset

27. og 28. október. Á siglingu

Nú er um að gera að njóta sín á skipinu, skreppa í klifurvegginn, eða ganga plankann!!

29. október. Ponta Delgada

Komið klukkan 08:00 og farið á ný klukkan 17:00. Sao Michael eyjan er stært Azoraeyja og Ponta Delgada er höfuðborgin, en eyjarnar eru undir Portúgölum.

Getaway Ocean Place

30 október til 2. nóvember. Á siglingu

Fjórir dagar á sjó og um að gera að njóta þess.

3. nóvember. Royal Naval Dockyard

Komið kl. 08:00 og fari þaðan á ný kl 15:30. Eyja á Bermuda sem var bækistöð fyrir Konunglega breska sjóherinn.

Getaway

4. nóvember. Á siglingu

Enn einn dagurinn til að taka lífinu með ró um borð og njóta þess að vera á sjó.

Sigling

5. nóvember. Great Stirrup Cay

Komum kl 10:00 á þessa einkaeyju skipafélagsins og förum aftur kl 18:00. Sól, sandur og tær sjór.

6. nóvember.  Miami

Komum kl 07:00 og farið kl 14:00. Um að gera að kíkja í bæinn og skoða skýjakljúfana

Norwegian Getaway

7. nóvember. Á siglingu

Síðasti dagurinn á sjó og nú þarf að vinna aðeins í brúnkunni um leið og maður lætur fara vel um sig í sólbaðinu.

8. nóvember. Siglingu lýkur

Komum til New Orleans kl 07:00 og höldum upp á hótel þar sem við gistum í þrjár nætur.

9. og 10. nóvember. New Orleans

Tveir heilir dagar í New Orleans þar sem nóg er um að vera og engum ætti að leiðast.

Rambla - Barcelona

11. nóvember. Heimferð

Nú er komið að því að halda heim á leið. Fljúgum til Washington með United Airlines og þaðan heim með Icelandair. Lendum  í Keflavík snemma morguns þann 12. nóvember.

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Sigurjón Þór Hafsteinsson.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

19-Day Transatlantic from Copenhagen

Norwegian Getaway
Epic Burn the Floor
Epic Balcony State room
Epic Climbing Wall Couple
Epic O Sheehans
Epic Le Bistro
Epic Moderno
Epic Courtyard
Epic Fitness
Epic Atrium Café
Epic Inside State room
Epic Aqua Park Family Splash
Epic Aqua
0Epic The Manhattan Room
Epic Ice Bar
Epic Deluxe Owners Suite Living Room
Epic Ultra Lounge