Brottför 12. nóvember og heimkoma 25. nóvember
Karíbahafið með Encore
Flogið með Icelandair til Orlando síðdegis 12. nóvember og lent í Flórída klukkan 20:00 að staðartíma. Gist í tvær nætur á Florida Mall hótelinu, sem er gríðarlega vel staðsett. Ekið er frá hótelinu til Miami þar sem farið er um borð í Encore. Siglingin sjálf er sjö nátta og er komið við í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu, St Thomas, Tortola og Great Stirrup Cay.
Tveir dagar eru á siglingu, annar á leiðinni til Puerto Plata og hinn á leiðinni frá Tortola til Great Stirrup Cay. Komið er til Miamiað morgni 21. nóvember og farið á hótelið þar sem við gistum í þrjár nætur. Síðan er farið frá hótelinu upp úr hádegi 24. nóvember upp á flugvöll og farið í loftið klukkan 19:00. Lent er í Keflavík snemma morguns 25. nóvember.
Glæsiskipið Norwegian Encore
Norwegian Encore var byggt árið 2019. Það er 169,116 brúttótonn, 333 m á lengd og tekur 3.998 farþega. Áhöfn er 1.735 manns. Um borð eru um fjölmargir veitingastaðir, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, kappakstursbraut, leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.
Verð á mann í svalaklefa miðað við að tveir séu í klefanum 440.000 kr. og verð á mann í innklefa 395.000 kr.
Verð fyrir einn í svalaklefa 555.000 og í innklefa 480.000. Í stúdíói 495.000.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi „pökkum“. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið. Matarpakkinn: tvisvar sinnum út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
12. nóvember. Keflavík – Orlando
Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er kl. 20:05 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel þar sem gist er í tvær nætur.
13. nóvember – Orlando
Frjáls dagur í Orlando en þar er nóg hægt að gera, fara í golf, einhvern hinna fjölmörgu skemmtigarða eða kíkja í verslunarmiðstöðina þar sem hótelið er.
14. nóvember – Sigling hefst
Haldið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið til Miami þar sem farið er um borð í Encore og lagt úr höfn klukkan 16:00.
15. nóvember – Á siglingu
Við verðum á siglingu allan daginn og tilvalið að læra á skipið, skella sér í sund, í sólbað eða eitthvað annað sem fólk langar til.
16. nóvember – Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu
Hér búa um 330.000 manns og þetta er þriðja stærsta borgin í landinu. Komið þangað kl. 07:00 og farið á ný kl. 16:00.
17. nóvember – St Thomas
Komið kl. 11:00 og farið þaðan kl. 19:00. St Thomas er ein af Bandarísku Jónfrúreyjunum. Hún er 83 ferkílómetrar að stærð og þar búa um 52.000 manns.
18. nóvember – Tortola
Komið til eyjarinnar Tortola kl 06:00 og farið á ný kl 13:00. Tortola er ein af eyjunum í Breska Jónfrúrklasanum, tæpir 56 ferkílómetrar og þar búa um 24.000 manns.

Nú liggur leiðin til Great Stirrup Cay og við verðum á siglingu í allan dag. Um að gera að njóta þess að vera á skemmtiferðaskipi, slappa af við sundlaugarnar og í heitu pottunum eða gera eitthvað annað skemmtilegt.
20. nóvember – Great Stirryp Cay
Komið til þessarar einkaeyju, sem skipafélagið á, kl 09:00 og farið á ný kl 18:00. Hér er bara að slappa af og njóta þess að vera í góðu veðri á fallegri eyju.
21. nóvember – Komið til Miami
Lagst að bryggju í Miami klukkan 07:00 og ekið sem leið liggur til Orlando þar sem við gistum í þrjár nætur á Florida Mall hótelinu.
22. og 23. nóvember – Orlando
Frjálsir dagar í Orlando og nú er tilvalið að kíkja í verslunarmiðstöðina eða búðirnar í kring og gera góð kaup því það er svo sannarlega hægt að gera þarna.
24. nóvember – Heimferð
Farið frá hótelinu um kl. 15:00 og ekið upp á flugvöll. Farið í loftið kl. 19:00 og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 25. nóvember.
Premium – Allt innifalið
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.