Brottför 20. des 2019 og heimkoma 4. janúar 2020.

Jólaferð með DAWN um Karabía hafið

Flogið til Orlando með Icelandair, gist í tvær nætur fyrir siglinguna á Florida Mall hótelinu og síðan í fimm nætur þar eftir siglinguna. Siglt frá Tampa í Flórída og byrjað á Costa Maya í Mexíkó, síðan á Harvest Caye sem er lítil eyja úti fyrir Belize sem skipafélagið á. Því næst er það Roatán í Hondúras og loks Cozumel í Mexíkó.

Glæsiskipið Norwegian Dawn

Norwegian Dawn er 92.250 brúttótonn, 295 metrar á lengd og tekur 2.340 farþega. Áhöfnin er 1.032 og ganghraði er 20 hnútar. Dawn er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann miðað við tvo saman í svalaklefa 435.000 kr. og 375.000 í innklefa.

 
INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir matinn á veitingahúsum skipsins. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótel og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

20. desember Keflavík – Orlandó

Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er klukkan 20:05 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel.

Flórída hótel

21. desember

Frjáls dagur í Orlando en þar er nóg hægt að gera, fara í golf, einhvern hinna fjölmörgu skemmtigarða eða kíkja í verslunarmiðstöðina þar sem hótelið er.

Jól

22. desember – Siglingin hefst

Farið frá hótelinu og ekið til Tampa þar sem við förum um borð í Dawn. Lagt úr höfn klukkan 16:00.

Sigling

23. desember. Á siglingu

Á siglingu allan daginn á leið til Mexíkó og um að gera að njóta Þorláksmessunnar á sóldekkinu því engin skata er í boði um borð.

Costa Maya

24. desember. Costa Maya

Nú erum við komin til Mexíkó. Costa Maya er í raun tilbúinn höfn sem skemmtilegu svæði þar sem meðal annars er hægt að synda með höfrungum. Komið kl 08:00 og farið kl 17:00. Gleðileg jól!

Harvest cay

25. desember. Harvest Caye

Það er ekki amalegt að eyðja jóladeginum á þessari paradísareyju sem skipafélagið á. Komið kl 08:00 og farð á ný kl 17:00.

Honduras

26. desember. Roatán

Komum til Hondúras kl 08:00 og förum á ný kl 16:00. Skemmtileg og falleg eyja þar sem fókið unir vel við sitt þó fátæktin sé mikil.

Cozumel

27. desember – Cozumel í Mexíkó

Cozumel eyjan er 10 kílómetra úti fyrir austurströnd Mexíkó. Hún er 48 kílómetra löng og 16 kílómetra breið þar sem hún er breiðust. Íbúar er rétt rúmlega 100.000 og þar af búa um 80.000 í San Miguel á vesturströnd eyjarinnar. Þetta er stærsta höfnin sem komið er til í þessari ferð og tilvalið að rölta í land og kíkja í miðbæinn. Gríðarlegur fjöldi verslana er á svæðinu þannig að allir ættu að geta fengið sér einhvern minjagrip frá Mexíkó. Hér er líka hægt að fara að snorkla og skoða fiskana. Komið þangað kl 08:00 og farið kl 17:00.

Lamb

28. desember – Á siglingu

Njóta lífisins um borð, hvort heldur það er í nuddi, sólbaði, heitu pottunum, á einhverju námskeiði eða inn á bókasafni með góða bók.

Florida

29. desember – Siglingu lýkur

Lagst að bryggju í Tampa kl 07:00. Ekið til Orlando þar sem gist verður í fimm nætur á Florida Mall hótelinu. Þangað er komið um hádegi þannig að dagurinn nýtist vel.

Flugeldar

30. desember – 1. janúar Gamlársdagur og Nýársdagur í Orlandó

Frjálsir dagar í Orlando. Í verslunarmiðstöðinni Florida Mall eru um 270 verslanir auk fjölda veitingastaða. Góður sundlaugargarður er við hótelið auk þess sem stutt er í Premium Outlet þar sem hægt er að gera mjög góð kaup. Ekki má heldur gleyma hinum fjölmörgu skemmtigörðum sem eru í næsta nágrenni við hótelið og einnig eru margir flottir golfvellir á svæðinu. Svo er bara að sjá hvernig Flórídabúar standa sig með flugeldana.

Heimferð

2. janúar, frjáls dagur og flogið heim 3. janúar

Farið frá hótelinu eftir hádegi 3. janúar og flogið heim klukkan 18:00. Lent í Keflavík klukkan 06:10 að morgni 4. janúar.

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Marta Magdalena Niebieszczanska. Hún er fædd og uppalinn í Póllandi en hefur búið hér á landi í rúman áratug og starfað á Norrænu ferðaskrifstofunni í tvö ár. Hún er lærður ljósmyndari og hefur mikinn áhuga á ferðalögum og sameinar áhugamálin með því að taka myndir á ferðalögum.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

7-Day Western Caribbean from Tampa

Epic Burn the Floor
Epic Balcony State room
Epic Climbing Wall Couple
Epic O Sheehans
Epic Le Bistro
Epic Moderno
Epic Courtyard
Epic Fitness
Epic Atrium Café
Epic Inside State room
Epic Aqua Park Family Splash
Epic Aqua
0Epic The Manhattan Room
Epic Ice Bar
Epic Deluxe Owners Suite Living Room
Epic Ultra Lounge