Frá Reykjavík til Southampton 8. – 18. júlí.
Farið um borð í NCL Star í Reykjavík fimmtudaginn 8. júlí og haldið í 10 nátta siglingu þar sem komið er við á Ísafirði, Seyðisfirði, Geiranger, Hellesylt, Målöy og Ulvik í Noregi, Kirkwall á Orkneyjum, Newhaven í Bretlandi og endað í Southampton. Þegar þangað kemur förum við beinustu leið út á flugvöll og fljúgum heim með Icelandair.
Glæsiskipið Norwegian Star
Norwegian Star er 91.740 brúttótonn, 294 m á lengd og 38 metra breitt. Farþegar eru 2,348 og 1.031 er í áhöfn þess. Skipið var smíðað árið 2001 og allt tekið rækilega í gegn árið 2018. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.
Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 420.000 og í innklefa 320.000
Einn í svalaklefa er 575.000 og í innklefa 480.000. Stúdíó ekki í boði.
INNIFALIÐ: | Flug frá London, akstur milli skips og flugvallar. Tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi „pökkum“. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið. Matarpakkinn: þrisvar sinnum út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
8. júlí. Sigling hefst
Við hittumst niður á Skarfabakka fyrir hádegi þann 8. júlí og innritum okkur í skipið sem leggur úr höfn kl 16:00.
9. júlí. Ísafjörður
Komið til Ísafjarðar kl 08:00 og farið þaðan á ný kl 16:00.
10. júlí. Seyðisfjörður
Komum til Seyðisfjarðar kl 11:00 og farið á ný kl 18:00.
11. júlí. Á siglinguÁ siglingu allan daginn og nóg að gera um borð, skoða skipið, liggja í sólbaði eða bara gera eitthvað annað skemmtilegt.
12. júlí. Geiranger
Komið til Belfast á Norður-Írlandi kl 07:00 og farið á ný kl 17:00.
12. júlí. Hellesylt
Komum til þessa litla bæjar skammt frá Geiranger 18:00 og stoppum í tvo tíma.
13. júlí. Målöy
Komum kl 08:00 og farið á ný kl 16:00.
14. júlí. Ulvik
Komum til Ulvik kl 08:00 eftir glæsilega siglingu inn langan og þröngan fjörð. Farið kl 16:00.
15. júlí. KirkwallKomum til Orkneyja kl 11:00 og förum á ný kl 20:00.
16. júlí Newhaven
Hér í Southampton lýkur ferðinni. Eftir morgunverð förum við til Heathrow flugvallar og fljúgum heim með Icelandair.
17. júlí Á siglinguNjóta siglingarinnar niður með Bretlandi
18. júlí Southampton
Hér í Southampton lýkur ferðinni. Eftir morgunverð förum við til Heathrow flugvallar og fljúgum heim með Icelandair.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.