Grikkland og Ítalía 25. apríl til 9. maí.

Flogið til Rómar með Icelandair með viðkomu í Kaupmannahöfn. Gistum í tvær nætur í Róm og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL SPIRIT þar sem komið er við á Santorini, Aþenu, Mykonos og Krít í Grikklandi, Möltu og síðan til Ítalíu á ný þar sem við heimsækjum Messina, Napolí, Livorno og endum í Civitavecchia. Gist er í eina nótt í Róm áður en flogið er heim í gegnum Kaupmannahöfn.

Glæsiskipið Norwegian Spirit

Norwegian Spirit er 75.338 brúttótonn, 268 m á lengd og tekur 2,000 farþega og 959 eru í áhöfn þess. Um borð eru 17 veitingastaðir, 10 kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur tæplega 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 490.000.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir martinn á veitingahúsum skipsin. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

25. apríl Keflavík – Róm

Flogið með Icelandair til Kaupmannahafnar, gist þar eina nótt og síðan áfram til Rómar daginn eftir. Ekið sem leið liggur upp á hótelið þar sem við gistum í tvær nætur.

Róm Colosseum

26. og 27. apríl. Róm

Notum þessa tvo daga til að skoða Róm, enda margt og mikið að sjá í þeirri merku borg. Seinni daginn fer fararstjóri í sex tíma gönguferð um Róm með þá sem það vilja.

28. apríl. Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.10:30 og Spirit leggur úr höfn klukkan 17:00.

Sigling

29. apríl. Á siglingu

Á siglingu allan daginn og nóg að gera um borð, skoða skipið, liggja í sólbaði eða bara gera eitthvað annað skemmtilegt.

30. apríl. Santorini

Komið til Santorini kl 12:00 og ankerum létt kl 22:00. Falleg eyja þar sem farið er með ösnum upp í bæinn, eða kláfurin tekinn og svo er auðvitað hægt að ganga upp líka. Sólarlagið þarna þykir sérlega fallegt.

1. maí. Mykonos

Komið til eyjarinnar Mykonos kl 08:00 og farið kl 18:00. Mjög skemmtilegt að labba um þröng stræti gamla bæjarins, setjast niður og fá sér grískan mat og njóta alls sem bærin býður uppá.

2. maí. Aþena

Komið í höfn í Pireus, hafnarborg Aþenu, kl 07:00 og farið aftur kl 19:00. Akropolis og Plaka, gamli bærinn við rætur þessarar frægu hæðar. Hvoru tveggja er vert að kíkja á.

3. maí. Krít

Komið til Chania á Krít kl 07:00 og farið á ný kl 12:00. Stutt stopp sem við nýtum með labbitúr um hafnarsvæðið, sem er sérlega huggulegt.

Valetta á Möltu

4. maí. Valletta

Komum til Möltu kl 13:00 og förum á ný kl 21:00. Mjög skemmtilegur staður, fallegur bær sem stendur hátt og virkilega gaman að rölta þar um og skoða.

5. maí. Messina

Nú erum við komin til Ítalíu, Messina á Sikiley, sem er við samnefnt sund sem liggur á milli Sikileyjar og meginlands Ítalíu. Leggjum að bryggju kl 08:00 og leggjum í hann á ný kl 20:00

6. maí. Napolí

Komum hér kl 07:00 og förum á ný kl 16:00. Fyrir þá sem ekki hafa komið til Pompeii þá er það mjög áhugavert. Ítalir segja að Margareta pizzan hafi fyrst verð gerð hér og um að gera að smakka.

7. maí. Livorno

Komið kl. 08:00 og farið þaðan kl. 20:00. Flórens, Pisa (skakki turninn) og Cinque Terra eru meðal þess sem áhugavert er að skoða hér.

Sigling

8. maí. Róm

Komum til Civitavecchia kl 06:00 förum á hótel og gistum eina nótt og fljúgum síðan heim þann 9. maí í gegnum Kaupmannahöfn, lendum heima rétt fyrir miðnætti.

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit