Brottför 23. október og heimkoma 10. nóvember

Frá Fenyjum til Rómar á 13 dögum

Flogið til Feneyja með Icelandair og Dolomiti með viðkomu í Munchen. Gistum í þrjár nætur í Feneyjum og förum síðan í 12 nátta siglingu með NCL SPIRIT þar sem komið er við í Dubrovnik í Króatíu, Kotor í Svartfjallalandi. Corfu, Santorini, Aþenu, Mykonos í Grikklandi, Chania á Krít, Valletta á Möltu, Taormina á Sikiley, Napolí, Livorno og loks Róm á Ítalíu.  Þar gistum við í þrjár nætur áður en við fljúgum heim.

Glæsiskipið Norwegian Spirit

Norwegian Spirit er 75.338 brúttótonn, 268 m á lengd og tekur 2,000 farþega og 959 eru í áhöfn þess. Um borð eru fullt af veitingastöðum, kaffihúsum, börum og öðru slíku. Þar er m.a. diskótek, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur tæplega 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann (miðað við að tveir séu saman í klefa) í svalaklefa 625.000 kr. og verð á mann í innklefa 515.000 kr.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir matinn á veitingahúsum skipsins og klukkutíma frí internettenging og þjórfé. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

23. okt Keflavík – Feneyjar

Flogið með Icelandair til Munchen þar sem við lendum kl 13:05. Fljúgum síðan með Air Dolomiti kl 18:40 og lendum í Feneyjum kl 19:40. Ekið sem leið liggur upp á hótelið þar sem við gistum í þrjár nætur.

Feneyjar á Ítalíu - Venice bridge

24. og 25. okt. Feneyjar

Notum þessa tvo daga til að skoða Feneyjar. Gönguferð með fararstjóra um bæinn fyrri daginn.

26. okt. Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.11:00 og Spirit leggur úr höfn klukkan 17:00.

Dubrovnik

27. okt. Dubrovnik í Króatíu

Komið þangað kl 12 á hádegi og lagt af stað á ný kl 21 um kvöldið. Hér er virkilega gaman að rölta um gamla bæinn og skoða hann, setjast á veitingahús við gömlu höfnina og njóta þess að vera til.

28. okt. Kotor í Svartfjallalandi

Komið til Svartfjallalands kl 07:00 og farið þaðan á ný kl 17:00. Skemmtilegur miðbær og gaman að labba upp a´múrana uppi í fjallinu fyrir ofan bæinn.

Corfu í Grikklandi

29. okt. Corfu í Grikklandi

Komið til grísku eyjarinnar Corfu kl 07:00 og farið þaðan kl 16:00. Virkilega skemmtilgur grískur bær og skoðunarferðirnar hér eru líka flottar.

30. okt. Santorini í Grikklandi

Komum til þessarar fallegu grísku eyju kl 13:00 og léttum síðan ankerum kl 22:00. Gríðarlega falleg eyja þar sem gaman er að rölta um, fara með ösnum upp í bæinn eða taka kláfinn.

31. okt. Aþena í Grikklandi

Komum til Pireus, hafnarborgar Aþenu, kl 07:00 og förum þaðan kl 19:00. Hér er margt að sjá, fara upp á Akropolis, skoða Akropolis safnið og rölta í Plaka, gamla bænum við rætur Akropolis.

1. nóv. Mykonos í Grikklandi

Komið til grísku eyjarinnar kl 08:00 og farið þaðan kl 18:00. Eyjan er gullfalleg og gaman að labba um gamla bæinn og villast þar í þröngum götunum þar sem húsin eru öll hvítmáluð og fullt er af litlum veitingastöðum og kaffihúsum.

2. nóv. Chania á Krít

Komum til Krítar kl 07:00 og stoppum stutt því héðan förum við atur á hádegi. Lítll og huggulegur bær sem vert er að kíkja aðeins á.

Valetta á Möltu

3. nóv. Valetta á Möltu

Komið kl. 13:00 og farið þaðan kl. 21:00. Margt hægt að skoða í höfuðstað Möltu, ekki síst bara að rölta um bæinn, setjast á kaffihús eða veitingastað og smakka mat og drykk Maltverja.

4. nóv. Taormina á Sikiley

Þá erum við komin til Ítalíu og það er bærinn Taormina á Sikiley sem við heimsækjum. Komum þangað kl 08:00 og förum aftur kl 16:00.

5. nóv. Napolí

Eftir að hafa siglt um Messinasundið komum við til Napolí kl 07:00 og förum þaðan á nýjan leik kl 17:00. Pompeii er staður sem allir þurfa að skoða sem koma til Napolí og síðan er fínt að rölta um borgina sjálfa og sjá hvernig fólkið lifir í gamla bænum.

6. nóv. Livorno

Nú erum við komin í Toskana héraðið norðarlega á Ítalíu. Komum þangað kl 09:00 og förum aftur kl 20:00. Héðan er stutt til Pisa og Flórens auk þess sem mjög gaman er að skoða Cinque Terre, litlu þorpin fimm sem eru byggði við jafnmargar víkur.

Róm Colosseum

7. nóv. Civitavecchia

Komum til hafnarborgar Rómar kl 06:00 að morgni. Förum frá borði og í rútu sem keyrir okkur inn til höfuðborgar Ítalíu þar sem við munum gista í þrjár nætur.

Trev í Róm

8. og 9. nóv. Róm

Fyrri daginn förum við í langan göngutúr um borgina og skoðum margt af því markverðasta þar. Síðari daginn hefur fólk út af fyrir sig og getur þá skoðað betur það sem við sáum daginn áður eða gert það sem það langar til.

10. nóv. Heimferð

Fljúgum frá Róm til Munchen í Þýskalandi kl 09:30 um morguninn og þaðan með Icelandair til Keflavíkur þar sem við lendum kl 16:00.

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Kort - 2018 Róm, 5 lönd, 11 nátta sigling

Athugið að kortið sýnir leiðina nokkurn vegin en ekki alveg réttu hafnirnar sem komið er við í.

Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit