Brottför 24. apríl. Heimkoma 15. maí.

Siglt frá Port Canaveral í Flórída til Barcelona með Epic.

Flogið til Orlando þar sem gist er í þrjár nætur á Florida Mall hótelinu. Siglingin til Barcelona er 15 nætur og á leiðinni er komið við á Azoreyjum, Madeira, Cadiz (Sevilla), Malaga, Cartagena, Mallorka og endaði í Barcelona þar sem gist er í þrjár nætur áður en laagt er af stað eld snemma þann 15. maí.

Glæsiskipið Norwegian Epic

Norwegian Epic dekitt af nýrri skipum Norwegian Cruise Line, skipið er 155,873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin er 1.753 og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann í svalaklefa 450.000 kr. og verð á mann í innklefa 410.000 kr.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir martinn á veitingahúsum skipsin. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

24. apríl. Ferðin hefst

Flogið til Orlando með Icelandair og farið beint á hótel þar sem við gistum í þrjár nætur nætur.

Orlando Outlet

25. og 26. apríl. Orlando

Golf, skemmtigarðar, sundlaugarbakkinn eða verslanir. Af nógu að taka í Orlando.

Golf

27. apríl. Sigling hefst

Förum frá hótelinu rétt fyrir hádegi og um borð í EPIC sem leysir landfestar kl. 17:00

Norwegian - Epic

28. apríl til 3. maí. Á siglingu

Rólegheit um borð í sex daga og um að gera að njóta þess fjölmarga sem skipið býður uppá.

4. maí. Ponta Delgada á Azoreyjum

Komið klukkan 12:00 og farið á ný klukkan 20:00. Sao Michael eyjan er stært Azoraeyja og Ponta Delgada er höfuðborgin, en eyjarnar eru undir Portúgölum.

Sigling

5. maí. Á siglingu

Einn dagur á sjót til að slaka enn frekar á og njóta.

6. maí Funchal á Madeira

Komið kl. 08:00 og fari þaðan á ný kl 17:00. Gríðarlega falleg eyja og gaman að ganga um bæinn og ekki síðra að fara í einhverja skoðunarferð, þær eru frábærar.

7. maí. Á siglingu

Síðasti sjódagurinn okkar þegar siglt er áleiðis til vesturstrandar Spánar.

8. maí. Cadiz (Sevilla)

Komum kl 07:00 til Sevilla og förum þaðan kl 20:00. Falleg borg sem gaman er að rölta um, en hún er höfuðborg Andalúsíuhérðas. Siglum um Gíbraltarsundið undir morgun.

Malaga

9. maí.  Malaga

Komum kl 07:00 og farið kl 20:00. Þá erum við komin til Costa del Sol, nánar tiltekið til Malaga.

10. maí. Cartagena

Leggjum að bryggju kl 10:00 og förum héðan á ný kl 18:00. Falleg og skemmtileg hafnarborg sem þjónar Murci héraðinu.

11. maí. Palma á Mallorka

Komum hingað kl 08:00 og förum á ný kl 18:00. Versla, fara á strönd eða skoða dropasteinshellana.

Barcelona

12. maí. Siglingu lýkur

Komum til Barcelona kl 05:00, förum frá borði um kl 10:00 og upp á hótel þar sem gist verður í þrjár nætur.

Rambla - Barcelona

13. og 14. maí. Barcelona

Engum getur leiðst í Barcelona, alltaf nóg að gera þar og mikið að sjá.

15. maí. Heimferð

Förum eldsnemma út á flugvöll, fljúgum með KLM til Amsterdam þar sem við þurfum að bíða í 5 tíma. Heim með Icelandair og lendum kl 15:10

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Skapti Hallgrímsson. Skapti er Akureyringur og starfaði í nokkra áratugi sem blaðamaður á Morgunblaðinu, byrjaði þar í sumarafleysingum strax eftir stúdentspróf árið 1982 og starfaði þar þar til í fyrra. Hann skrifaði lengst af um íþróttir, var síðan með skrifstofu blaðisins á Akureyri um árabil þar sem hann er lunkinn ljósmyndari og nýttist það vel. Hann hefur gefið út fjórar bækur, þá nýjustu um þátttöku knattspyrnulandsliðsins á HM í Rússlandi. Hann hefur verið fararstjóri og fór til dæmis með marga hópa á knattspyrnuleiki í Englandi hér á árum áður.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Epic Burn the Floor
Epic Balcony State room
Epic Climbing Wall Couple
Epic O Sheehans
Epic Le Bistro
Epic Moderno
Epic Courtyard
Epic Fitness
Epic Atrium Café
Epic Inside State room
Epic Aqua Park Family Splash
Epic Aqua
0Epic The Manhattan Room
Epic Ice Bar
Epic Deluxe Owners Suite Living Room
Epic Ultra Lounge