Brottför 18. júní, heimkoma 29. júní.

Alaska í sól og sumaryl

Flogið með Icelandair til Seattle 18. júní og gistum þar í tvær nætur áður en við förum um borð í Encore. Siglt er til Juneau, Skagway, um Glacier flóann, Ketchikan, Vicrotria og endað í Seattle. Þar gistum við í eina nótt og fljúgum síðan heim og lendum að morgni 29. júní.

Glæsiskipið Norwegian Encore

Norwegian Encore er nýjasta skip NCL og hóf siglingar árið 2020 þannig að það er alveg glænýtt. Það er 169.166 brúttótonn, rúmir 333 m á lengd og 42 m á breidd. Farþegar eru  3.998 og í áhöfn eru 1.735 manns og siglingarhraði er 23 hnútar.

Verð á mann miðað við tvo í svalaklefa 510.000 kr. og  í innklefa 445.000 kr.

Verð fyrir einn í svalaklefa 735.000 kr. og  í innklefa 535.000 kr. Í stúdíói 540.000.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi „pökkum“. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið. Matarpakkinn: tvisvar sinnum út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

18. juni. Ferð hefst

Flogið til Seattle með Icelandair og gist verður í tvær nætur í borginni.

19. júní. Seattle

Frjálsir dagar sem fólk getur nýtt til að skoða sig um, versla eða hvað eina sem fólki dettur í hug.

20. júní. Siglingin hefst

Farið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið niður á höfn þar sem Encore bíður okkar. Lagt úr höfn kl 17:00.

Teppanyaki

21. júní. Á siglingu

Á siglingu allan daginn og um að gera að skoða skipið og læra aðeins á það og auðvitað njóta þess sem boðið er uppá um borð, bæði í mat, drykk og ekki síður skemmtilegri dagskrá.

22. júní. Juneau

Komum 14:30 og förum aftur kl 23:00. Þetta er bær með um 34.000 íbúa, gríðarlega fallegt umhverfi og útsýnið af fjallinu stórkostlegt.

23. júní. Skagway

Komið til þessa rúmlega 1.000 manna bæjar kl 07:00 og farið á ný kl 20:15.

24. júní. Glacier flóinn

Í dag verðum við á Glacier flóanum, sem er ekki ósvipað og risavaxið Jökulsárlóni. Ekki ólíklegt að við sjáum hvali  og fleiri skemmtileg dýr.

25. júní. Ketchikan

Síðasta höfnin okkar í Alaska er Ketchikan þar sem um 8.000 manns búa. Komið kl 07:00 og farið á ný 13:15

26. júní. Victoria

Þá erum við komin til Kanada, nánar tiltekið til Victoriu í British Columbia. Hér búa um 86.000 manns. Við leggjum að bryggju kl 19:00 og siglum af stað til Seattle kl 11:59.

27. júní. Siglingu lýkur

Lagst að bryggju kl 06:00 og farið upp á hótel eftir morgunverð og gist í eina nótt.

28. júní. Heimferð

Farið frá hóteli upp úr hádegi og flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík snemma að morgni 29. júní.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Mini Suite
Bliss Aerial
Bliss Escape Tortola
Bliss Alaskan Landscape
Bliss Atrium Bar
Bliss Casino Skyline Bar
Bliss District Brew House Bar
Bliss District Brew House Lounge
Bliss Humidor Cigar Lounge
Bliss Race Track
Bliss Race Track
Bliss Sugarcane Mojito Bar
Bliss Observation Lounge
Bliss Oceanview