Brottför 9. apríl og heimkoma 21. apríl

Páskar í Karíbahafinu

Flogið með Icelandair til Orlando síðdegis 9. apríl og lent í Flórída kl. 21:00 að staðartíma. Gist í tvær nætur á Florida Mall hótelinu, sem er gríðarlega vel staðsett. Ekið er frá hótelinu til Port Canaveral þar sem farið er um borð í Breakaway. Siglingin sjálf er sjö nátta og er komið við á Great Stirrup Cay, einkaeyju sem NCL á, Ocho Rios á Jamaíku, George Town og Cozumel í Mexíkó.

Tveir dagar eru á siglingu, annar á leiðinni frá Great Stirrup Cay til Jamaíku og hinn á leiðinni frá Cozumel í Mexíkó til Port Canaveral. Komið er þangað að morgni 18. apríl og farið á hótelið þar sem við gistum í tvær nætur. Síðan er farið frá hótelinu upp úr hádegi 20. apríl upp á flugvöll og farið í loftið kl. 19:00. Lent er í Keflavík snemma morguns 21. apríl.

Glæsiskipið Norwegian Breakaway

Norwegian Breakaway er 145,655 brúttótonn, 326 metrar á lengd og tekur rúmlega 3.900 farþega. Áhöfnin er 1.657 og ganghraði er 20 hnútar. Breakaway er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er í fyrirrúmi. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann (miðað við tvo saman í klefa) í svalaklefa 460.000 kr. og verð á mann í innklefa 410.000 kr

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15 dollurum glasið og þjórfé. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Flugvél - Icelandair

9. apríl. Keflavík – Orlando

Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er kl. 21:10 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel.

Flórída

10. apríl – Orlando

Frjáls dagur í Orlando. Nóg að gera þar, golf, sólbað, skemmtigarðar eða kíkja í verslunarmiðstöðina þar sem hótelið er.

Epic spice

11. apríl – Sigling hefst

Haldið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið til Port Canaveral þar sem farið er um borð í Breakaway og lagt úr höfn klukkan 16:00.

Great Stirrup

12. apríl – Great Stirrup Cay

Komið til þessarar einkaeyju sem skipafélagið á. Sól, sandur og afslöppun. Komið klukkan 08:00 og farið kl 17:00.

Norwegian Getaway

13. apríl – Á siglingu

Á siglingu í allan dag og um að gera að njóta skipsins og læra aðeins inn á það.

Bob Marley - Jamaika

14. apríl – Jamaica

Komum til Ocho Rios kl. 08:00 og förum kl. 17:00. Frábært að heimsækja æsuheimili og grafreit Bob Marley, sem er fæddur og uppalinn stutt frá bænum.

Cayman Islands town

15. apríl – George Town

Cayman Islands. Komum kl. 08:00 og förum á ný kl. 16:00. Hér er mikið af bönkum og svo er Margaritaville í miðbænum og þar er alltaf fjör.

Cozumel

16. apríl – Cozumel

Komum til Maxíkó kl. 10:00 og förum á ný kl. 18:00. Gaman að rölta um bæinn, fá sér mexíkanskan mat og drykk og njóta þess að vera til.

Getaway

17. apríl – Á siglingu

Erum á siglingu í allan dag, reyna að ná upp brúnkunni eða bara hafa það náðugt.

Flórída hótel

18. apríl – Siglingu lýkur

Lagst að bryggju í Port Canaveral kl. 07:00 og ekið sem leið liggur til Orlando þar sem við gistum í tvær nætur á Florida Mall hótelinu.

Golf

19. apríl – Orlando

Frjáls dagur í Orlando og nú er tilvalið að kíkja í verslunarmiðstöðina eða búðirnar í kring og gera góð kaup því það er svo sannarlega hægt að gera þarna. Glæsilegir golfvellir heilla líka marga sem og skemmtigarðarnir.

Heimferð

20. apríl – Heimferð

Farið frá hótelinu um kl. 15:00 og ekið upp á flugvöll. Farið í loftið kl. 19:00 og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 21. apríl.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Marta Magdalena Niebieszczanska. Hún er fædd og uppalin í Póllandi en hefur búið hér á landi í rúman áratug og starfað á Norrænu ferðaskrifstofunni í tvö ár. Hún er lærður ljósmyndari og hefur mikinn áhuga á ferðalögum og sameinar áhugamálin með því að taka myndir á ferðalögum.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn