Brottför 11. febrúar, heimkoma 5. mars.

Panamaskruðurinn frá Miami

Flogið með Icelandair til Orlando 11. febrúar og gist þar í þrjár nætur. Siglt er frá Miami og komið við á Great Stirrup Cay, einkaeyju sem skipafélagið á í Bahamas, Cartagena í Kólombíu, Puntarenas í Kosta Ríka, Puerto Quetzal  í Guatemala, Puerto Vallarta og Puerto San Lucas í Mexíkó áður en við leggjumst að bryggju í Los Angeles. Þar gistum við í þrjár nætur áður en flogið er til Seattle og síðan með Icelandair heim sama dag. Lent í Keflavík snemma morguns 5. mars.

Glæsiskipið Norwegian Joy

Norwegian Joy var smíðað 2017 og tekið í gegn á þessu ári. Það er 167.725 brúttótonn, 333 m á lengd og tekur 3.800 farþega. Áhöfn er 1.820 manns og siglingarhraði er 23 hnútar. Um borð er fjöldi veitingastaða, barir, diskótek, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 725.000 kr. og verð á mann í innklefa 575.000 kr.

INNIFALIÐ:  Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir og þjórfé. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

11. febrúar.

Flogið til Orlando með Icelandair  þar sem gist verður í þrjár nætur

Flórída hótel

12. og 13. febrúar – Orlando.

Frjálsir dagar í Orlando, golf, sólbað, skemmtigarðar eða verslanir, bara það sem fólk vill.

14. febrúar – Sigling hefst.Farið frá hótelinu eftir morgunverð og til Miami þar sem Joy bíður okkar. Lagt úr höfn kl 16:00.

Karabíska

14. febrúar – Great Stirrup Cay.

Komum til þessarar friðsælu einkaeyju kl 08:00 og förum þaðan á ný kl 18:00.

16. og 17. febrúar – Á siglingu.

Á siglingu í tvo daga og nú er hægt að prófa kappakstursbílana eða gera eitthvað annað skemmtilegt.

18. febrúar – Cartagena.

Komið til Cartagena í Kólombíu kl 07:00 og farið kl 14:00.

Panamaskurður

19. febrúar – Skipastiginn.

Förum upp skipastigann í björtu og gaman að fylgjast með því.

20. febrúar – Gatun vatnið.

Siglum um Gatun vatnið, sem tengir skipastigana saman og leiðin liggur til Panama.

21. febrúar – á siglingu.Á siglingu í allan dag. Kíkja í laugina, fara á bókasafnið eða hvað eina sem fólk langar til.

22. febrúar – Puntarenas.

Komum til Kosta Ríka kl 07:00 og förum þaðan á nýjan leik ll 17:00

23. febrúar – Á siglingu.

Sjódagur í dag og alltaf nóg um að vera um borð, sólbað og góð bók.

24. febrúar – Puerto Quetzal

Komum til Guatimala kl 08:00 og verðum þar til kl 18:00

25. og 26. febrúar – Á siglingu

Tveir dagar á sjó og um að gera að njóta því nóg er um að vera um borð.

Vallarta

27. febrúar – Puerto Vallarta

Komum til Puerto Vallarta kl 09:00 og farið þaðan á ný kl 18:00. Hér búa um 300.000 manns og því ekkert smáþorp sem við skoðum í dag.

Cabo San Lucas

28. febrúar – Cabo San Lucas

Í dag er það Cabo San Lucas sem við heimsækjum. Komum þangað kl 07:00 og förum aftur kl 15:00. Þetta er bær með um 70.000 íbúa.

29. febrúar – Á siglingu

Notum hlaupaársdaginn til að ná okkur í smá brúnku á síðasta degi siglingarinnar, nú eða leika sér í sundlauginni.

1. mars – Siglingu lýkur

Lagst að bryggju í Los Angeles kl 07:00 og eftir morgunverð er haldið upp á hótel þar sem við gistum í þrjár nætur.

LA

2. og 3. mars – Los Angeles

Tveir dagar til að skoða englaborgina og næsta nágrenni, til dæmis skjótast á ströndina í Santa Mónika, fara upp í Holliwood og svo mætti lengi telja. Alveg meira en nóg að gera í LA.

4. mars – Heimferð

Fljúgum með Alaska Airlines kl 09:50 til Seattle og þaðan með Icelandair til Keflvíkur þar sem við lendum kl 06:10 að morgni 5. mars.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Marta Magdalena Niebieszczanska. Hún er fædd og uppalinn í Póllandi en hefur búið hér á landi í rúman áratug og starfað     
á Norrænu ferðaskrifstofunni í tvö ár. Hún er lærður ljósmyndari og hefur mikinn áhuga á ferðalögum og sameinar áhugamálin með því að taka
myndir á ferðalögum.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Mini Suite
Bliss Aerial
Bliss Escape Tortola
Bliss Alaskan Landscape
Bliss Atrium Bar
Bliss Casino Skyline Bar
Bliss District Brew House Bar
Bliss District Brew House Lounge
Bliss Humidor Cigar Lounge
Bliss Race Track
Bliss Race Track
Bliss Sugarcane Mojito Bar
Bliss Observation Lounge
Bliss Oceanview