Brottför 19. nóvember og heimkoma 1. desember

Karíbahafið með Escape

Flogið með Icelandair til Orlando síðdegis 19. nóvember og lent í Flórída kl. 21:10 að staðartíma. Gist í tvær nætur á Florida Mall hótelinu, sem er gríðarlega vel staðsett. Ekið er frá hótelinu til Port Canaveral þar sem farið er um borð í Escape. Siglingin sjálf er sjö nátta og er komið við í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu og á eyjunum St.Thomas, Tortola og Great Stirrup Cay, sem er lítil eyja sem skipafélagið á.

Tveir dagar eru á siglingu, annar á leiðinni til Dóminíska og hinn á leiðinni frá Tortola til Great Stirrup Cay. Komið er til Port Canaveral að morgni 28. nóvember og farið á hótelið þar sem við gistum í tvær nætur. Síðan er farið frá hótelinu upp úr hádegi 30. nóv. upp á flugvöll og farið í loftið kl. 18:00. Lent er í Keflavík snemma morguns 1. desember.

Glæsiskipið Norwegian Escape

Norwegian Escape var smíðað árið 2015 og er 164.600 brúttótonn, 326 metra langt og 41 metra breitt. Farþegar eru 4.266 og í áhöfn eru 1.733.  Um borð eru fjöldi veitingastaða, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 380.000 kr. og verð á mann í innklefa 345.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi „pökkum“. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið. Matarpakkinn: þrisvar sinnum út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Flugvél - Icelandair

19. nóv. Keflavík – Orlando

Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er kl. 21:10 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel.

Flórída

20. nóv – Orlando

Frjáls dagur í Orlando. Nóg að gera þar, golf, sólbað, skemmtigarðar eða kíkja í verslunarmiðstöðina þar sem hótelið er.

21. nóv – Sigling hefst

Haldið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið til Port Canaveral þar sem farið er um borð í Escape og lagt úr höfn kl. 16:00.

22. nóv – Á siglingu

Við verðum á siglingu í dag. Nú gefst gullið tækifæri til að læra vel á skipið, njóta veðursins, matarins og skemmtidagskrárinnar sem í boði er.

23. nóv. – Puerto Plata

Komum til Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu kl. 09:00 og farið á ný kl. 16:00. Sól, sandur og huggulegur bær.

St Thomas

24. nóv – St. Thomas

Eyjan er 83 ferkílómetrar og hér búa um 52.000 manns. Mikið um fallegar víkur og strendur og einstaklega gaman að snorkla og skoða kórala og litskrúðunga fiska.  Komið þangað kl. 11:00 og farið á ný kl. 19:00.

Tortola

25. nóv – Tortola

Tortola er stærst Bresku Jónfrúreyjanna, rétt um 55 ferkílómetrar og þar búa 24.000 manns. Hvítar strendur og skógi vaxin fjöll.  Komið þangað kl. 06:00 og farið kl. 14:00.

26. nóv – Á siglingu

Á siglingu allan daginn og um að gera að njóta þess sem skipið hefur uppá að bjóða.

Great Stirrup

27. nóv – Great Stirrup Cay

Komið á þessa einkaeyju sem NCL á kl. 10:00 og farið þaðan kl. 18:00. Hér er ljúft að njóta veitinga, veðurs og strandarinnar og slaka ærlega á áður en siglingunni lýkur.

Flórída

28. nóv. – Siglingu lýkur

Lagst að bryggju í Port Canaveral klukkan 07:00 og ekið sem leið liggur til Orlando þar sem við gistum í tvær nætur á Florida Mall hótelinu.

Golf

29. nóv. – Orlando

Frjáls dagur í Orlando og nú er tilvalið að kíkja í verslunarmiðstöðina eða búðirnar í kring og gera góð kaup því það er svo sannarlega hægt að gera þarna. Glæsilegir golfvellir heilla líka marga sem og skemmtigarðarnir.

Heimferð

30. nóv – Heimferð

Farið frá hótelinu um kl. 15:00 og ekið upp á flugvöll. Farið í loftið kl. 19:00 og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 1. desember.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Marta Magdalena Niebieszczanska. Hún er fædd og uppalin í Póllandi en hefur búið hér á landi í rúman áratug og starfað á Norrænu ferðaskrifstofunni í tvö ár. Hún er lærður ljósmyndari og hefur mikinn áhuga á ferðalögum og sameinar áhugamálin með því að taka myndir á ferðalögum.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn