Brottför 18. desember og heimkoma 30. desember

Jól í Karíbahafinu

Flogið með Icelandair til Orlando síðdegis 18. desember. Gist í tvær nætur á Florida Mall hótelinu, sem er gríðarlega vel staðsett. Ekið er frá hótelinu til Tampa þar sem farið er um borð í Jade. Siglingin sjálf er sjö nátta og er komið við í Cozumel og Costa Maya í Mexíkó, Roatán í Hondúras og Harvest Caye, lítilli paradísareyju sem skipafélagið á og er undan ströndum Belize.

Tveir dagar eru á siglingu, annar á leiðinni til Cozumel og hinn á leiðinni frá Costa Maya til Flórída. Komið er til Tampa að morgni 27. desember og farið á hótelið þar sem við gistum í tvær nætur. Síðan er farið frá hótelinu upp úr hádegi 29. desember upp á flugvöll og farið í loftið kl. 18:00. Lent er í Keflavík snemma morguns 30. desember.

Glæsiskipið Norwegian Jade

Norwegian Jade er 93.558 brúttótonn og tekur 2,400 farþega auk 1.037 manna áhafnar. Um borð eru fjölmargir veitingastaðir, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur rúmlega 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 480.000 kr. og verð á mann í innklefa 425.000 kr.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir og þjórfé, flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Flugvél - Icelandair

18. des. Keflavík – Orlando

Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er kl. 20:05 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel.

Flórída

19. des. – Orlando

Frjáls dagur í Orlando en þar er nóg hægt að gera, fara í golf, einhvern hinna fjölmörgu skemmtigarða eða kíkja í verslunarmiðstöðina þar sem hótelið er.

20. des. – Sigling hefst

Haldið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið til Tampa þar sem farið er um borð í Jade og lagt úr höfn kl. 16:00.

21. des. – Á siglingu

Við verðum á siglingu allan daginn og tilvalið að læra á skipið, skella sér í sund, í sólbað eða eitthvað annað sem fólk langar til.

Karabíska

22. des. – Cozumel í Mexíkó

Cozumel eyjan er 10 kílómetra úti fyrir austurströnd Mexíkó. Hún er 48 kílómetra löng og 16 kílómetra breið þar sem hún er breiðust. Íbúar er rétt rúmlega 100.000 og þar af búa um 80.000 í San Miguel á vesturströnd eyjarinnar. Þetta er stærsta höfnin sem komið er til í þessari ferð og tilvalið að rölta í land og kíkja í miðbæinn. Gríðarlegur fjöldi verslana er á svæðinu þannig að allir ættu að geta fengið sér einhvern mynjagrip frá Mexíkó. Komið þangað kl. 08:00 og farið kl. 17:00.

Honduras

23. des. – Roatán í Hondúras

Komið til eyjarinnar Roatán, sem er lítil, löng og mjó eyja norður af meginlandi Hondúras. Hún er 8 kílómetra breið þar sem hún er breiðust og 64 kílómetrar löng þannig að strandlengjan er um 130 kílómetrar. Komið er í höfn kl. 08:00 árdegis og lagt úr höfn kl. 17:00. Boðið er upp á mikinn fjölda skoðunarferða, en einnig getur fólk farið í land á eigin vegum, skotist á einhverja fallega strönd og snorklað þar, eða rölt upp í bæ og kíkt á mannlífið þar.

Belize

24. des. – Harvest Caye úti fyrir Belize

Komið á þessa einkaeyju sem NCL á kl. 08:00 og farið þaðan kl. 17:00. Belize er smáríki á landamærum Mexíkó og Guetemala. Meginland Belize er 290 km langt og 110 km breitt. Enska er opinbera tungumál landsins og þar búa um það bil 300.000 manns. Hér er gott að eyða aðfangadegi jóla.

Costa Maya

25. des. – Costa Maya í Mexíko

Jóladagur í Costa Maya í Mexíkó. Þar eru tveir bæir, Mahahual og Xcalac. Þetta svæði hefur vaxið hratt eftir að skemmtiferðaskip fóru að hafa viðkomu þar. Á hafnarsvæðinu er stór sundlaug, önnur þar sem fólk getur fengið að synda með höfrungum og mikið líf og fjör er á svæðinu. Auðvitað er boðið upp á fullt af skoðunarferðum hér eins og annars staðar þar sem við höfum viðkomu. Komið þangað kl. 08:00 og farið á ný kl. 17:00.

Fjör

26. des. – Á siglingu

Annar í jólum er tilvalinn til að sigla á ný til Tampa. Um að gera að njóta þess að vera á skemmtiferðaskipi, slappa af við sundlaugarnar og í heitu pottunum eða gera eitthvað annað skemmtilegt.

Golf

27. des. – Komið til Tampa

Lagst að bryggju í Tampa kl. 07:00 og ekið sem leið liggur til Orlando þar sem við gistum í tvær nætur á Florida Mall hótelinu.

Flórída

28. des. – Orlando

Frjáls dagur í Orlando og nú er tilvalið að kíkja í verslunarmiðstöðina eða búðirnar í kring og gera góð kaup því það er svo sannarlega hægt að gera þarna.

Heimferð

29. des. – Heimferð

Farið frá hótelinu um kl. 15:00 og ekið upp á flugvöll. Farið í loftið kl. 19:00 og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 30. desember.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Jade
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn