Brottför: 12. maí. Heimkoma 26. maí

Flogið til Amsterdam með Icelandair og þaðan með KLM til Feneyja þar sem við gistum í þrjár nætur.  Siglingin á Dawn hefst með viðkomu í Kotor í Svartfjallalandi, síðan er það Grikkland, Korfu, Santorini, Athena, Ródos, Mykonos, Argostoli og loks Dubrovnik í Króatíu áður en komið er á ný til Feneyja. Gistum tvær í Feneyjum fyrir heimferðina sem er í gegnum Amsterdam.

Glæsiskipið Norwegian Dawn

Norwegian Dawn er 92.250 brúttótonn, 295 metrar á lengd og tekur 2.340 farþega. Áhöfnin er 1.032 og ganghraði er 20 hnútar. Dawn er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann, miðað við tvo í innklefa 452.000 og 595.000 í svalaklefa

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir og þjórfé, flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

12. maí Keflavík – Feneyjar

Flogið með Icelandair til Amsterdam og síðan áfram með KLM til Feneyja. Ekið sem leið liggur upp á hótelið þar sem við gistum í þrjár nætur.

Feneyjar á Ítalíu - Venice bridge

13. og 14. maí. Feneyjar

Notum þessa tvo daga til að skoða Feneyjar sem er mjög skemmtileg og hugguleg borg.

15. maí. Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.11:00 og Dawn leggur úr höfn kl. 17:00.

16. maí. Kotor

Komið til Svartfjallalands kl. 14:00 og farið þaðan á ný kl. 20:00. Skemmtilegur miðbær og gaman að labba upp á múrana uppi í fjallinu fyrir ofan bæinn.

Corfu í Grikklandi

17. maí. Korfu

Komið til grísku eyjarinnar Corfu kl. 10:00 og farið þaðan kl. 16:00. Virkilega skemmtilegur grískur bær og skoðunarferðirnar hér eru líka flottar.

18. maí. Santorini

Komið til Santorini kl. 14:00 og ankerum létt kl. 22:00. Falleg eyja þar sem farið er með ösnum upp í bæinn, eða kláfurinn tekinn og svo er auðvitað hægt að ganga upp líka. Sólarlagið þarna þykir sérlega fallegt.

19. maí. Aþena

Komið í höfn í Pireus, hafnarborg Aþenu, kl. 07:00 og farið aftur kl. 19:00. Akropolis og Plaka, gamli bærinn við rætur þessarar frægu hæðar. Hvoru tveggja er vert að kíkja á.

20, maí. Rodos

Komum til þessarar dásamlegu eyju kl. 10:00 og förum á ný kl. 18:00. Rölta um gamla bæinn eða kíkja til Lindos er meðal þess sem hægt er að gera sér til skemmtunar.

21. maí. Mykonos

Komið til eyjarinnar Mykonos kl. 07:00 og farið kl 16:00. Mjög skemmtilegt að labba um þröng stræti gamla bæjarins, setjast niður og fá sér grískan mat og njóta alls sem bærinn býður uppá.

22. maí. Argostoli

Enn ein gríska eyjan og sú sjötta stærsta í Grikklandi. Komið kl. 09:00 og farið á ný kl. 15:00.

Dubrovnik

23. maí. Dubrovnik

Komið þangað kl. 07:00 og lagt af stað á ný kl. 13:00. Hér er virkilega gaman að rölta um gamla bæinn og skoða hann, setjast á veitingahús við gömlu höfnina og njóta þess að vera til.

24. maí. Siglingu lýkur

Komum til Feneyja á ný kl. 08:00 og förum upp á hótel þar sem við gistum í tvær nætur.

Feneyjar

25. maí. Feneyjar

Frjáls dagur í Feneyjum þar sem mjög gaman er að rölta um þröng strætin eða kíkja í leigubát á síkin.

26. maí. Heimferð

Fljúgum sömu leið til baka eins og þegar við komum.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit
Norwegian Spirit