Sigling með Rhone Princess og Lyon

Frábær ferð sem er blanda af siglingu eftir ánni Rhone með glæsiskipinu Rohne Princess og Lyon. Saga og upplifun verður þemað í siglingu okkar eftir hinni fögru á Rhone. Við munum skoða borgir með ríkulega sögu og menningu, smakka á framleiðslu heimamanna og gera margt skemmtilegt. Heimsækja Cluney Abbey sem hafði mikil áhrif á stjórnmál Evrópu og hinn stórkostlega kastala Tournon sem stendur á kletti í hjarta borgarinnar.  Í siglingunni eru skoðunarferðir í boði sem ekki eru innifaldar í verði og seldar af River Croisi. Í hverri höfn býður fararstjórinn okkar uppá gönguferð uppí bæ með hópinn.

Verð á mann í 2ja manna káetu á efra dekki kr. 320.000.
Verð á mann í 2ja manna káetu á neðra dekki kr. 305.000

INNIFALIÐ: Flug báðar leiðir. Lestarferð París-Lyon-París. Gisting á 3 stjörnu hóteli í 2m herbergi með morgunmat í Lyon. Sigling með Princess Rohne í 6 nætur í tveggja manna twin káetu. Allur matur og drykkir með mat og á barnum auk skemmtiatriða í siglingunni. Frönsk eldamenska um borð-Gala dinner og welcome coctails. Frítt Wi-Fi í setustofum og á barnum. Íslenskur fararstjóri allan tímann. Allir skattar og gjöld.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Aðeins 30 sæti í boði.

Icelandair

Dagur 1 – 15. júlí:  Keflavík – Paría – Lyon

Flogið með Icelandair til Parísar. Brottför kl. 07:35 og lent í París kl. 12:55. Farið með lest til Lyon. Gist í Lyon í eina nótt.

Dagur 2: 16. júlí í Lyon

Frjáls dagur í Lyon. Farið um borð um skipið okkar kl.16:00 og eftir að við höfum komið okkur fyrir í klefunum mun áhöfnin bjóða alla velkomna með koktail. Síðan er kvölverður og skemtiatriði. Síðan er siglt alla nóttina.

Saga og upplifun verður þemað í siglingu okkar eftir hinni fögru á Rhone. Við munum skoða borgir með ríkulega sögu og menningu eins og Lyon. Heimsækja Cluney Abbey sem hafði mikil áhrif á stjórnmál Evrópu og hinn stórkostlega kastala Tournon sem stendur á kletti í hjarta borgarinnar.

Dagur 3 – 17. júlí: Lyon – Arles

Siglt allan morguninn um sveitir og fagra náttúru, komið til Arles um hádegi. Í Arles er skoðunarferð í boði til Camargue. Einnig er hægt að fá sér göngutúr um Arles með leiðsögumanni okkar. Í dag er siglt til Macon eftir ánni Rhone

Dagur 4 – 18. júlí: Arles – Avignon – Viviers

Siglt allan morgunin áleiðis til Avignon. Í Avignon eru skoðunarferðir í boði til Papal Palace, Gordes eða Sénanque Abbey.


Dagur 5 – 19. júlí: Viviers – Gorges DE L‘Ardéce – Tain L´Hermitage

Boðið uppá skoðunarferð til Gorges de L´Ardeche um morguninn. Þessi panorama ferð í þægilegri rútu fer með þig á alla helstu staði svæðisins. Eftir ferðina er kvöldverður og skemmtiatriði um borð og siglt í átt til Tain-L‘Hermitage.

Dagur 6 – 20. júlí: Tain L´Hermigage-Vienne-Collonges-Au-Mont-D‘or

Siglt er allan morguninn til Vienne. Hægt að fara í land og skoða borgina áður en við bjóðum uppá skoðunarferð til Collonges-au-Mont-d‘Or.

Dagur 7 – 21. júlí: Collonges-Au-Mont-D‘Or

Við byrjum að sigla áleiðis til Lyon um morguninn og farþegar njóta lífsins um borð. Boðið uppá skoðunarferð um borgina og smökkun í Paus Bocuse‘s Les Halles de Lyon. Farið upp á Fourviére hæð sem er besti útsýnisstaðurinn. Stoppað á bakaleiðinni.  Kvöldverður og skemmtiatriði um borð.

 

Dagur 8 – 22. júlí: 

Morgunmatur um borð og farið frá borði kl. 09:00 og hér endar þessi hluti ferðarinnar.

Farið með lest til Parísar og síðan flogið heim með Icelandair um kvöldið. Brottför frá París kl.22:35 og lent í Keflavík kl.23:55.

Fararstjóri:

Kristín JóhannsdóttirFararstjóri í ferðinni er Kristín Jónsdóttir sem hefur verið búsett í París undanfarin ár og er reyndur leiðsögumaður. Kristín talar frönsku eins og innfædd.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Kort - Rhone Princess fljótaferð 2020