Brottför 11. apríl, heimkoma 5. maí.

Singapore til Tokyo

Flogið frá Keflavík til Singapore þann 11. apríl og þar gistum við í fjórar nætur. Þann 15. apríl höldum við til skips og um borð í Spirit sem leggur úr höfn kl 19:00. Fyrsta stopp eftir dag á sjó, er Phu My þaðan sem klukkutíma akstur er til Ho Chi Minh í Víetnam. Hong Kong er næst á dagskrá og þar er gist yfir nótt um borð í skipinu og sama er að segja um Shanghai í Kína. Næst liggur leiðin til Japan og fyrst komum við til Hiroshima og síðan Kochi, Kobe (Kyoto) þar sem gist er yfir nótt og síðasta höfnin áður en komið er til Yokohama er Shimizu.  Rúmlega háftíma akstur er inn til Tokyo þar sem við gistum í þrjár nætur.

Glæsiskipið Norwegian Spirit

Norwegian Spirit er 75.338 brúttótonn, 268 m á lengd og tekur 2,000 farþega og 959 eru í áhöfn þess. Um borð eru fullt af veitingastöðum, kaffihúsum, börum og öðru slíku. Þar er m.a. diskótek, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur tæplega 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann (miðað við að tveir séu saman í klefa) í svalaklefa 995.000 kr. og verð á mann í innklefa 840.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og allir drykkir upp að 15$ glasið. Einnig er búið að greiða þjórféð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

11. apríl.

Flogið til Helsinki með Icelandair og síðan Finnair til Singapore um kvöldið. Lent í Singapore um miðjan dag, farið upp á hótel.

12., 13. og 14. apríl.

Frjálsir dagar í Singapore og hér er nóg að skoða þannig að engum ætti að leiðast.

Spirit

15. apríl.

Farið frá hótelinu um hádegi og ekið niður á höfn þar sem Spirit bíður okkar. Lagt úr höfn kl 19:00.

Norwegian Spirit

16. apríl. Allan daginn á siglingu og um að gera að njóta þess að vera um borð og læra á skipið

17. apríl. Komum til Phu My, hafnarborgar Ho Chi Minh kl sjö árdegis og farið þaða á ný kl 21:00 um kvöldið.

Norwegian Spirit

18. og 19. apríl.

Tveir dagar á sjó og það er alltaf nóg að gera um borð, sólbað, fara á bókasafnið og lesa góða bók eða hvað eina sem fólk hefur áhuga á.

20. og 21. apríl.

Komið til Hong Kong kl 07:00 á mánudagsmorgni og ekki farið fyrr en kl 16:00 á þriðjudeginum. Það er sem sagt gist um borð í skipinu yfir nótt.

Sundlaug

22. apríl.

Á sjó í dag eftir erilsama daga í stórborginni þar sem um sjö og hálf milljón manna býr.

23. og 24. apríl.

Komið til Shanghai í hádeginu á fimmtudegi og farið þaðan kl 16:00 á föstudeginum. Gist eina nótt um borð í Spirit.

Norwegian Spirit

25. apríl.

Síðasti heili dagurinn á sjó og um að gera að njóta hans.

26. apríl.

Komið til Hiroshima kl 08:00 að morgni og farið þaðan kl 20:00 sama dag.

27. apríl.

Enn erum við í Japan og nú í Kochi, komum þangað kl 10:00 og farið á ný kl 18:00.

28. og 29. apríl.

Sofið yfir nótt í skipinu hér í Kobe (Kyoto). Komið kl 08:00 á miðvikudegi og farið kl 18:00 á fimmtudegi.

30. apríl.

Komum til Shimizu í hádeginu og farið þaða á ný kl 20:00.

1. maí.

Lagst að bryggju í Yokohama í Japan kl 06:30 og eftir morgunverð förum við á hótelið í Tokyo þar sem við gistum í þrjár nætur.

2. og 3. maí.

Frjálsir dagar í Tokyo en hér er bæði margt og mikið að sjá.

4. maí.

Flogið heim á leið um morguninn.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Skapti Hallgrímsson. Skapti er Akureyringur og starfaði í fjöldamörg ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu, allt þar til haustið 2018. Hann skrifaði lengi um íþróttir og var fréttastjóri íþróttadeildar í liðlega áratug, en síðustu 20 árin starfaði hann einkum og sérílagi á sunnudagsritstjórn blaðsins, þar sem persónuleg viðtöl hans vöktu oft mikla athygli. Þá er Skapti góður ljósmyndari eins og lesendur Morgunblaðsins vita mætavel.Skapti hefur skrifað fjórar bækur, sú nýjasta fjallaði um þátttöku íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi. Hann var fararstjóri  á árum áður, fór þá með marga hópa á knattspyrnuleiki í Englandi.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Spirit
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Mini Suite
Bliss Aerial
Bliss Escape Tortola
Bliss Alaskan Landscape
Bliss Atrium Bar
Bliss Casino Skyline Bar
Bliss District Brew House Bar
Bliss District Brew House Lounge
Bliss Humidor Cigar Lounge
Bliss Race Track
Bliss Race Track
Bliss Sugarcane Mojito Bar
Bliss Observation Lounge
Bliss Oceanview