Brottför 22. nóvember, heimkoma 8. desember.

Flogið til Orlando með Icelandair 22. nóvember, gist í tvær nætur á Florida Mall hótelinu áður en siglt er með EPIC frá Port Canaveral höfða síðdegis 24. nóvember. Daginn eftir er komið til Great Stirrup Cay, lítillar eyju í Bahamas sem skipafélagið á, síðan er einn dagur á siglingu áður en komið er til Jamaiku, síðan til Cayman Islands. Næsti dagur er á siglingu og síðan er komið til Harvest Caye, eyju úti fyrir störndum Belize sem skipafélagið á, Roatán í Hondúras er næst á dagskrá og síðan Costa Maya og Cozumel í Mexíkó. Loks er einn dagur á siglingu áður en komið er til Port Canaveral á ný. Farið up á hótel go gist þar í tvær nætur, flogið heim síðdegis þann 7. desember og lent í keflavík að morgni 8. desember.

Glæsiskipið Norwegian Epic

Norwegian Epic er 155,873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin er 1.753 og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann í svalaklefa 445.000 kr. og verð á mann í innklefa 395.000 kr.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir martinn á veitingahúsum skipsin. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

22. nóvember. Keflavík – Orlando

Flogið með Icelandair síðdegis og lent í Orlando um kvöldið.

Flórída

23. nóvember. Orlando

Frjáls dagur í Orlando, verslanir, golf, skemmtigarðar eða eitthvað annað skemmtilegt því af nógu er að taka í Orlando.

Norwegian - Epic

24. nóvember. Sigling hefst

Förum frá hótelinu fyrir hádegi og keyrum til Port Canaveral þar sem við förum um borð í Epic, Siglingin hefst kl 16:00.

Sigling

25. nóvember. Great Stirrup Cay

Komum til eyjarinnar Great Stirrup Cay, sem skipafélagið á kl 08:00 og förum þaðan kl 17:00. Sól og sandur, líf og fjör.

Sigling

26. nóvember. Á siglingu

Á siglingu allan daginn og um að gera að njóta lífsins um borð enda nóg um að vera þar.

Bob Marley - Jamaika

27. nóvember. Jamaíka

Komum til Falmouth á Jamæku kl 08:00 og förum þaðan kl 17:00. .

Cayman Islands town

28. nóvember. Cayman Islands

Komum til George Town kl 08:00 og förum þaðan kl 16:00. Lítill huggulegur bær þar sem annað hvert hús er banki.

Sigling

29. nóvember. Á siglingu

Nú gefst tími til að njóta siglingarinna rum borð, skjótast í ræktina, liggja í sólbaði, vara í heitu pottana eða láta sjana við sig í heilsuræktinni.

Harvest Caye

30. nóvember. Harvest Caye

Komið til þessarar eyju sem skipafélagið á kl 08:00 og farið þaðan kl 17:00. Hér er nóg að gera, skoðunarferðir til Belize eða bara sandur og sól á eynni.

Honduras

1. desember. Hondúras.

Komum til Roatán í Hondúras kl 08:00 og farið þaðan kl 17:00. Gaman að rölta um bæinn og skoða andstæðurnar sem þar birtast.

Costa Maya

2. desember. Costa Maya

Komið til Costa Maya í Mexíkó kl 08:00 og farið þaðan kl 17:00. Skoða rústir Mayana eða kíkja í lítið þorp skammt frá þar sem er fín strönd.

Cozumel

3. desember. Cozumel

Komið til Cozumel í Mexíkó kl 08:00 og farið þaðan kl 17:00. Hér er gríðarlega fallegt að snorkla og líka virkilega gaman að rölta um bæinn.

Sigling

4. desember. Á siglingu

Siglt í átt að Flórída á nýjan leik og nú eru síðustu forvöð að ná sér í smá brúnku.

Sigling

5. desember. Siglingu lýkur

Komið til Port Canaveral kl 08:00, haldið upp á hótel þar sem gist er í tvær nætur.

Orlando Outlet

6. desember. Orlando

Frjáls dagur í Orlando og ekki ólíklegt að fólk kaupi einhverjar jólagjafir.

Heimferð

7. desember. Heimferð

Farið frá hóteli um miðjan dag, flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík snemma morguns þann 8. desember.

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega.

Epic Ultra Lounge
Epic Deluxe Owners Suite Living Room
Epic Ice Bar
0Epic The Manhattan Room
Epic Aqua
Epic Aqua Park Family Splash
Epic Inside State room
Epic Atrium Café
Epic Fitness
Epic Courtyard
Epic Moderno
Epic Le Bistro
Epic O Sheehans
Epic Climbing Wall Couple
Epic Balcony State room
Epic Burn the Floor