2. – 13. nóvember 2018

Með Getaway frá Miami um vestur Karíbahafið

Flogið verður til Orlando með Icelandair þar sem gist verður í tvær nætur á Florida Mall hótelinu áður en haldið verður um borð í Getaway í sjö nátta siglingu. Lagt úr höfn klukkan 16:00.

Glæsiskipið Norwegian Getaway

Norwegian Getaway er eitt nýjasta skipið í flota NCL, byggt árið 2014. Það er 145.655 brúttótonn, 324 m á lengd og tekur 3.963 farþega. Áhöfn er 1.640 manns og siglingarhraði er 22,5 hnútar. Um borð eru um 20 veitingastaðir, mörg kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 350.000 kr. og verð á mann í innklefa 330.000 kr.

INNIFALIÐ: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir, þjórfé, eins líters vatsflaska á dag á mann og kaffi eftir martinn á veitingahúsum skipsin. Flug fram og til baka, hótelgisting með morgunverði, allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips erlendis, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

2. nóvember.

Flogið til Orlando og lent þar 20:55. Ekið upp á Flórída Mall hótelið þar sem gist verður í tvær nætur.

Flórída hótel

3. nóvember.

Frjáls dagur í Orlando. Tilvalið að nota tímann til að skoða búðirnar og ákveða hvað á að kaupa í bakaleiðinni.

4. nóvember.

Förum frá hótelinu um kl átta árdegis og keyrum til Miami þar sem við förum í borð í Getaway og farið úr höfn kl. 16:00

5. nóvember.

Á siglingu í átt að Mexíkó. Skoðunarferð um skipið um morguninn og síðan njóta menn lífsins um borð, en af nógu er að taka.

Honduras

6. nóvember.

Komið til Roatan í Hondúras kl 10:00 og farið þaðan kl 18:00. Skemmtileg eyja og gaman að ganga um bæinn og skoða hinar miklu andstæður sem þar má sjá.

Harvest Caye

7. nóvember.

Komum til Harvest Caye, eyju sem skipafélagið á, kl 08:00 og förum þaðan aftur kl. 17:00. Sól, sandur og matur.

Costa Maya

8. nóvember.

Komið til Costa Maya í Mexíkó kl 08:00 og farið þaðan kl 17:00. Skemmtilegt hafnarsvæði og tilvalið að fara í eina skoðunarferð á slóðir Maya indjánanna.

Cozumel

9. nóvember.

Lagt að bryggju í Cozumel í Maxíkó kl 08:00 og farið þaðan kl 17:00. Skemmtileg borg þar sem gaman er að rölta um göturnar og fá sér síðan alvöru mexíkanskan mat.

10. nóvember.

Á siglingu til Flórída og um að gera að njóta þess að vera um borð og ná sér í smá lit.

Miami

11. nóvember.

Komið til Miami kl. 08:00 og ekið sem leið liggur til Orlando þar sem við verðum á Hótel Flórída Mall í tvær nætur.

Sigling

13. nóvember.

Förum frá hótelinu um kl 15:00 og fljúgum heim með Icelandair kl 18:00 og lendum í Keflavík kl 06:10 að morgni 14. nóvember.

Premium-Allt Innifalið Pdf - Icon

Fararstjórar:

Fararstjórar í ferðinni eru hjónin Helga Frímannsdóttir og Stefán Vilhjálmsson, hagyrðingur frá Brekki í Mjóafirði.

Kort Tampa

Athugið að kortið sýnir að siglt sé frá Tampa en í þessari ferð er siglt frá Miami.

Norwegian Getaway
Getaway Ocean Place
Getaway Aqua Park
Getaway Balcony
Getaway Cagneys Steak house
Getaway Theatre
Getaway Grammy Experience
Getaway Nassau
Getaway Aqua Park
Getaway Ocean Place
Getaway Inside IB
Getaway Ocho Rios, Jamaica
Getaway Plank Sunset
Getaway
Getaway Sugar cane Bar
Getaway Tropicana Room