Bannað að sigla til Kúbu

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku breytingu á skilmálum þeim sem skemmtiferðaskip hafa þurft að fara eftir til að geta siglt til Kúbu. Nú er það einfaldlega bannað og því verðum við að hætta við fyrirhugaða ferð okkar í október til Bandaríkjanna og siglingu þaðan til Kúbu.

Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.