Aukaferð í Eyjahaf 19. október

Þar sem báðar ferðirnar í Eyjahafið eru uppseldar þá bjóðum við aukaferð í Eyjahafið þann 19. október. Við sendum tvo hópa í Eyjahaið síðastliðinn október og var mikil ánægja með þær ferðir. Hér að neðan er ferðalýsingin:

Grikkland og Ítalía 19. október til 3. nóvember.

Flogið til Rómar með Icelandair. Gistum í þrjár nætur í Róm og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL GETAWAY þar sem komið er við á Kotor í Svartfjallalandi, Dubrovnik í Króatíu, Korfú, Santorini og Mykonos í Grikklandi og síðan til Ítalíu á ný þar sem við heimsækjum  Napolí og Livorno og endum í Civitavecchia. Gist er í tvær nætur í Róm áður en flogið er heim á ný.

Við eigum ennþá laust pláss í þessa frábæru ferð.