Allt innifalið – Ekki borga meira

Sú breyting hefur orðið hjá Norwegian Cruise Line að nú eru allar ferðir með því sem þeir kalla PREMIUM – ALL INCLUSIVE sem þýðir að í auglýstu verði er í rauninni allt innifalið. Allir drykkir um borð, þjórfé, allir fá eins lítra vatnsflösku á dag og nú getur fólk fengið sér almennilegan kaffibolla eftir matinn á öllum veitingahúsum skipsins. Sem fyrr er einnig eftirfarandi innifalið: Allt flug, ferðir milli flugvalla, hótela og skips erlendis, gisting með morgunverði á hótelum og íslensk fararstjórn. Það er því alveg óþarfi að borga meira.